Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 55
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON
OG SIGURÐUR KONRÁÐSSON
Stuðlun með s
Samanburdur á framstöðuklösum í stuðlun
og lausamálstextum
i. Stuðlun
Stuðlun er þekkt fyrirbæri, bæði í bundnu og óbundnu máli. Hvað varðar
bundið mál er stuðlun einkum þekkt í eldri kveðskap en stuðlun í textum
af ýmsu tagi má sjá á öllum tímum í mörgum tungumálum (Ragnar Ingi
Aðalsteinsson 2010:19 o.áfr.j sjá einnig Preminger og Brogan 1993:36 o.v.,
Roper 2011:1—20 o.v. og Sigurð Kristófer Pétursson 1996:350—395).1
Með stuðlun er átt við það þegar sama eða sams konar hljóð er endurtekið
í upphafi áhersluatkvæða með nægilega stuttu millibili til að eyrað nemi
það (Preminger og Brogan 1993:36). Þegar rætt er um sama eða sams
konar hljóð er vísað til þess að framstöðuhljóð geta stuðlað saman þó að
þau séu ekki nákvæmlega eins. Sá hópur hljóða sem getur sameinast um
stuðlun kallast jafngildisflokkur (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2010:37).
Helstu reglur um stuðlun eru eftirfarandi:2
i- regla: Sérhljóð stuðla hvert við annað
Þetta má t.d. sjá í eftirfarandi vísu úr Skóðarímu Sverris Pálssonar:
(1) Óðu þessir oflátar
yfir fornar byggðirnar,
skildu eftir alstaðar
auðn og svartar rústirnar. (Sverrir Pálsson 1994:98)
Hér eru ljóðstafirnir ó, o,y, e, a og au, sbr. feitletur.3
1 Höfundar þakka tveimur ónafngreindum yfirlesurum og Höskuldi Þráinssyni rit-
stjóra íslensks máls afar vandaðan yfirlestur og gagnlegar ábendingar. Eiríki Sigurbjörnssyni
et þökkuð aðstoð við textavinnslu. Það sem missagt kann að vera í grein þessari er þó ein-
göngu á ábyrgð höfunda.
2 Tekið skal fram að hér er átt við stuðlun eins og hún hefur tiðkast í norrænum kveð-
skap. Aðrar og annars konar reglur gilda, og hafa gilt, um stuðlun víðs vegar um veröldina (sjá
m-a- Preminger og Brogan 1993:36 o.áfr. og Ragnar Inga Aðalsteinsson 2010:19 o.áff.).
3 Venjuleg skáletruð stafsetningartákn eru notuð þegar rætt er um stuðla, einstök
Islenskt mál33 (2011), 53-72. © 2011 íslenska málfmðifélagið, Reykjavík.