Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Qupperneq 56
54
Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Sigurður Konráðsson
2. regla: í samhljóðastuðlun er meginreglan sú að samhljóð stuðlar bara við
,jama samhljóð“
Þannig stuðlar [f] við [f], [m] við [m] o.s.frv., og skiptir þá ekki máli hvort
sérhljóð eða samhljóð fer á eftir. Lítum á tvö dæmi eftir Sveinbjörn
Beinteinsson:
(2) Þegar andinn fer á flug
fjarri kröppum heimaranni (Sveinbjörn Beinteinsson 1953:39)
(3) Þegar stigum þjóðar á
þreyttur átti skjólin fá (Sveinbjörn Beinteinsson 1953:48)
I (2) stuðla saman f+sérhljóð, fl- og fj-, en í (3) /)+sérhljóð, þj- og þr-, sbr.
feitletur. Ljóst er að það er aðeins fyrsta samhljóðið sem stuðlar.
Það er þó ekki alveg einfalt mál að gera grein fyrir því hvað brageyrað
eða bragreglurnar túlka sem „sama samhljóð“ eða hvers vegna, sbr. t.d. að
framgómmælt lokhljóð stuðla við uppgómmælt. Lítum aftur í Skóðarímu:
(4) Brast og gnast í gíramar,
glæstur hæstu einkunn bar,
geystist reistur göturnar,
gustur busti um hann þar. (Sverrir Pálsson 1994:99)
Hér er stuðlað með g- í báðum vísuhelmingunum; g- í gnast er uppgóm-
mælt, g- í gíramar er framgómmælt, g- í glastur er uppgómmælt, g- í geyst-
ist er framgómmælt, g- í götumar og gustur er uppgómmælt (sjá Höskuld
Þráinsson 1981:110, Eystein Sigurðsson 1986:8—9 og Ragnar Inga Aðal-
steinsson 2010:42—43 o.v.).
Þá má benda á að upphafshljóð þeirra orða sem skrifuð eru með h- í
framstöðu mynda einn jafngildisflokk nema í máli þeirra sem hafa kv-
framburð. Þar stuðla hv-orð á móti k-, sbr. þessar línur:
(5) Á hverju kvöldi síðan
karlinn þangað fer (Davíð Stefánsson 1952:16)
Hér stuðla saman hv- í hverju og k- í kvöldi og karlinn. Annars stuðlar
fremsta hljóðið í /jt'-samböndum við það h- sem fer á undan sérhljóðum
þótt annað þeirra sé yfirleitt talið uppgómmælt önghljóð, [x], en hitt radd-
bandaönghljóð, [h], og orð skrifuð með hl-, hn-, hj-, hr- stuðla saman og við
hljóð eða hljóðasambönd nema þegar nauðsynlegt þykir að vísa sérstaklega til framburðar.
Þá eru notaðir hornklofar, eins og jafnan í hljóðritun.