Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Blaðsíða 57
Studlun með s
55
orð sem hefjast á /;+sérhljóði, þótt ekki sé ljóst að þau hefjist öll á sama
hljóði. Um þetta má sjá mörg dæmi, sbr. t.d. eftirfarandi vísuhluta:
(6) hvítu myrkri hulin var
hjóladýrs við spyrnurnar (Sverrir Pálsson 1994:100)
(7) Og síðan er hljótt á heiði
og hnuggið á ýmsa lund (Ólafur Jóhann Sigurðsson 1982:60)
I (6) stuðla saman hv-, i+sérhljóð og hj-, í (7) eru það hl-, /7+sérhljóð og hn-
(sjá Ragnar Inga Aðalsteinsson 2010:196 o.áfr., Höskuld Þráinsson
1981:111—112 og Eystein Sigurðsson 1986:8 o.v.).
3- regla: Orð sem hefjast á s haga sér á sérstakan hátt
I fyrsta lagi mynda hljóðasamböndin sp-, st- og sk- hvert sinn jafngildis-
flokk og þá skiptir ekki máli hvort sérhljóð eða samhljóð fer á eftir. Slíkir
stuðlar kallast gnýstuðlar (Sigurður Kristófer Pétursson 1990:358—9,
Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2010:152, Þorsteinn G. Indriðason 1990:8).
Um þá má sjá fjölda dæma:
(8) Spái ég lítt, en spyr í hljóði:
sprettur hér engin miskunn fram (Sveinbjörn Beinteinsson 1989:21)
(9) Skalf þá jörð og skruggurnar
skóku helstu byggingar (Sverrir Pálsson 1994:98)
I (8) er stuðlað með sp- en í (9) eru ljóðstafirnir sk-. Bent skal á að í (8) er
1 einu tilviki stuðlað með spr- en í hinum með íp+sérhljóði og eins er í (9)
einu sinni stuðlað með skr- en annars með ík+sérhljóði. Þetta sýnir að
frjálst val er um hvaða hljóð kemur næst á eftir gnýstuðlinum. Það eru
aðeins hljóðin sp-, sk- og st- sem eru skyldubundin.
Klasarnir sl-, sn- og sm- hafa hegðað sér á sérstakan hátt í aldanna rás
°g hafa ekki alltaf stuðlað eins. Fyrir 1400 stuðluðu klasarnir sl- og sn- við
SJ', sv- og við í+sérhljóð. Þetta kallast í-stuðlun. Með í-stuðlun er átt við
það að þá stuðlar aðeins s- sem er fremst í orðinu, öfugt við gnýstuðlana
þegar stuðlað er með s- og næsta hljóði á eftir.4 Skoðum brot úr vísu eftir
Egil Skalla-Grímsson:
4 Orðið s-stuðlun er þó aðeins notað hér um það þegar sl-, sm- eða sn- stuðla við sj-, sv-
°g i+sérhljóð en ekki ef eingöngu er verið að tala um sj-, sv- og í+sérhljóð innbyrðis.