Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 58
56 Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Sigurður Konráðsson
(10) Sjalfráði lét slæður
silki drengr of fengit (Skjd. B 1:50; Egill Skalla-Grímsson. Lv. 34)
Hér er ljóst að það er bara s-ið sem stuðlar. Það sem kemur næst á eftir s
er j, l og i. Það sama átti við þegar stuðlað var með sn:
(11) Svört augu berk sveiga
snyrti-grund til fundar (Skjd. B I71; Kormákur Ogmundarson. Lv. 6)
í (ll) er stuðlað með sv- og sn-, þ.e.a.s. með s-, án tillits til þess hvað kemur
næst á eftir.
Talið hefur verið að klasinn sm- hafi á sama hátt stuðlað við í+sérhljóð
fram á 14. öld en sitthvað bendir þó til þess að svo sé ekki. Sett hefur verið
fram sú hugmynd að klasinn sm- hafi verið gnýstuðull til forna (Ragnar
Ingi Aðalsteinsson 2010:181 o.áfr.). Hvað sem því líður er ljóst að á 14. öld
eða þar um bil leggst í-stuðlun af, að talið er vegna þess að inn á milli s og
/ annars vegar og í og n hins vegar smeygði sér svokallað sníkjuhljóð, þ.e.
tannmælt lokhljóð sem tákna mætti með [t], þótt umdeilt sé hvort um
„fullburða málhljóð" hafi verið að ræða (þar af nafnið sníkjuhljóð). Nánar
verður rætt um sníkjuhljóðsstuðlun hér á eftir (sjá einnig Ragnar Inga
Aðalsteinsson 2010:168 o.áfr. og 191 o.áfr.; sbr. einnig Þorstein G. Ind-
riðason 1990:8 o.áfr.).
Á 14. öld tekur svo klasinn sl- að stuðla aðeins við sl-, sn- aðeins við sn-,
og sm- stuðlar við sm- (hvort sem það var þannig líka fyrir 1300), sbr. eftir-
farandi ljóðlínur:
(12) engi tekr ok slétt yfir slpngvir
slungins gulls í tjprn at fullu
(Skjd. B IE433; Einar Gilsson. Hrynhenda um Guðmund Arason 14)
(13) og svó snöggt hann sneyddi
í snarpri herför þessi (Jón Arason 1918:42)
(14) smurðu áður smyrslum góðum,
í smíðaða steinþró lögðu hann síðan
(Hallur Ögmundsson 1922-1927:314)
I (12) er stuðlað með sl-, í (13) með sn- og í (14) með sm-. Ljóst er að í öllum
tilvikum taka bæði hljóðin þátt í stuðluninni, þ.e. s+l, s+n og s+m. Uti-
lokað er að þessir klasar veljist saman í stuðlasetningunni fyrir tilviljun.