Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 62

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 62
6o Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Sigurður Konráðsson Greinarhöfundum er ljóst að þegar bornir eru saman textar úr bundnu máli annars vegar og lausamálstextar hins vegar ber að hafa í huga að sá samanburður hefur vissulega ýmsa annmarka. Margir ólíkir þættir geta haft áhrif á það hvernig orð varðveitast. Hugsanlega geta einhverjir þættir ýtt undir það að orð haldist í bundnu máli en hverfi úr lausamálstextum — og öfugt. Rannsókn á slíkum þáttum liggur ekki fýrir hér. Önnur leið til að skoða tíðni orða er að fara yfir orðabækur sem geyma orðasöfn frá ýmsum tímum og telja þar saman orð sem hefjast á ákveðnum hljóðum eða hljóðaklösum. I bókinni Tólfalda tryggð (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2010) segir frá því að talin voru saman orð sem hefjast á sl-, sm- og sn-, annars vegar í Ordbok over detgamle norske sprog (Fritzner 1954) og hins vegar í Islenzkri orðabók handa skólum og almenningi (1980). Þar kemur fram að samkvæmt þeirri talningu virðist hlutur orða sem hefjast á sm- vera held- ur rýrari í nýmálsorðabókinni heldur en fornmálsorðabókinni. Samt var hlutur sm- í í-stuðluninni mun meiri á 18. öld en var áður en í-stuðlun lagðist af á 14. öld (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2010:156—7). Að þessu var vikið hér framar þegar rætt var um hlut sm- í í-stuðluninni. Þetta er það sem hefur meðal annars ýtt undir þá skoðun að sm- hafi verið gnýstuðull fyrir 1400 (þ.e. að klasinn hafi aðeins stuðlað við sjálfan sig). S-stuðlun með sm- var afar fátíð fyrir 1400 en virðist mun algengari á 18. og 19. öld þegar s- stuðlun er tekin upp aftur, þá að því er virðist á breyttum forsendum. Annan fyrirvara verður einnig að setja fram áður en lengra er haldið. Þegar skoðuð er stuðlun og bornir saman stuðlaðir textar frá ýmsum tímum þarf að hafa það í huga að ef gengið er út frá því að yfirleitt stuðli skáld og hagyrðingar eftir því sem (brag-)eyrað segir þeim að sé rétt (það er kallað „heyrð stuðlun", sjá Ragnar Inga Aðalsteinsson 2010:61 o.áfr.) er ekkert ólíklegt að brageyru einstaklinga á tilteknum tíma séu að einhverju leyti frábrugðin hvert öðru, þ.e. að það komi fram nokkurs konar „mállýskumunur" í stuðluninni. Vitað er að þetta kemur fram í tengslum við stuðlun á hv-orðum, en það er líka alveg hugsanlegt að sníkjuhljóðið sé t.d. eitthvað misjafnlega fýrirferðarmikið í málkennd ólíkra einstaklinga, þannig að sumir skynji það sem „fullgilt málhljóð" (mætti tákna sem [stl]) en aðrir sem einhvers konar ófullkomið innskot eða sníkil (sem mætti þá tákna sem [sll]).7 Þetta mætti auðvitað skoða hljóðfræðilega en ekki er vitað til að það hafi verið gert. I sumum tilvikum eru öll dæmi frá heilli öld frá sama skáldinu (það á auðvitað líka við um lausamálstextana en reiknað er með að þar gildi önnur lögmál). Ekki eru líkur á að þetta skekki niður- 7 Höfundar þakka ritstjóra fyrir gagnlegar ábendingar um þetta atriði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.