Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Side 65
Stuðlun með s
63
Aðeins fannst eitt dæmi um gnýstuðlun með sm-, frá 11. öld. Rétt er að
benda á að mynd 2 er höfð í sama stærðarhlutfalli og mynd 1 og mynd^.
Þetta er gert til að lesandi átti sig betur á muninum sem þarna kemur fram.
Hver mynd getur mest sýnt 30 tilvik frá hverri öld.
Eins og sjá má á mynd3 gerist það sama með sn- og áður mátti sjá með
sl-. S-stuðlun með sn- hverfur með öllu eftir 1400 og sést ekki aftur fyrr
en á 18. öld, þá eitt dæmi, en virðist ná nokkurri fótfestu á 19. öld (4 dæmi,
reyndar öll frá sama skáldinu) og svo má sjá eitt dæmi frá 20. öld.
4- Hlutfallsleg tíðni framstöðuklasanna sl-, sm- og sn- í lausamáls-
textum
Hér á eftir verða birt súlurit sem sýna tíðni framstöðuklasanna sl-, sm- og
sn- í lausamálstextum frá ýmsum tímum. Súlurnar sýna hlutfall klasanna í
viðkomandi textum vegna þess að fjöldi orða er mismunandi milli texta.
Textarnir eru:9
1- Njs 13. öld
2- Hrs 13. öld
3- NT 16. öld
4- VP 17./18. öld
5- P&S19. öld
6. M&K19. öld
7- OT 20. öld
8- Mjóh 21. öld)
Njáls saga, 100.125 orð
Hrafnkels saga, 9.105 orð
Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýjatestamentinu,
71.366 orð
Vídalínspostilla, 345.300 orð
Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen, 57.169 orð
Maður og kona eftir Jón Thoroddsen, 95.016 orð
Islensk orðtíðnibók, 519.186 orð
Smásögur e. Matthías Johannessen, 35.644 orð
ðdynd 4 á næstu opnu sýnir að breytingar á hlutfalli orða með framstöðu-
klasanum sl- eru ekki stórvægilegar. Ef litið er á textana frá 13. öld annars
Vegar og Nýja testamentið hins vegar er að vísu munur, en klasinn sl- held-
ur samt ríflega helmingshlutfalli í 16. aldar textanum miðað við fornsög-
urnar.
9 Hér eru notaðar sömu skammstafanir og á myndunum sem fyl§)a- Textar 1, 2, 3, 5
°g 6 eru fengnir í rafrænu formi úr textasafni Netútgáfunnar (hjá Snerpu, snerpa.is). Texta
4» Vídalínspostillu, fengu höfundar hjá útgefanda og öðrum umsjónarmanni útgáfunnar.
Islensk ordtíðnibók er í heimildaskrá, smásögur Matthíasar Johannessen eru frá Skóla-
vefnum.