Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 71
Stuðlun með s
69
sem þær voru. Eitthvað kom í veg fyrir að skáld notuðu þennan klasa í
stuðlun, hvort sem var einan (sem gnýstuðul) eða í í-stuðlun á móti sl-, sn-,
sv-, sj- og í+sérhljóði. Eins og fýrr var vikið að hefur verið sett fram sú
hugmynd að það sem þessu valdi sé sníkjuhljóðið [p] sem hafi smeygt sér
inn á milli s og m þannig að klasinn hljómi eins og [spm]/ [spm]. Einnig
hefur verið bent á að hugsanlega skynji skáldin varalokunarþáttinn í
hljóðinu [m] sem eins konar lágmarkshljómun (þó að auðvitað hafi m meiri
hljómun en s) og líti því á sm- sem gnýstuðul (þá er hugmyndin sú að m
virki inni í klasanum á svipaðan hátt og k, p og t gera í upphaflegu
gnýstuðlunum, sjá Ragnar Inga Aðalsteinsson 2010:186). Ekki er hægt að
skýra þetta með orðfæðinni því að eins og sést þegar bornar eru saman
myndir 4, 5 og 6 nær fjöldi orða sem hefjast á sm- yfirleitt til helmings á
móti orðum sem hefjast á sl- og sn-. Sá munur skilar sér ekki í stuðluninni,
sbr. mynd2.
Þegar í-stuðlun er endurvakin á 18. og þó einkum á 19. öld kallar það á
skýringar. Þar koma tveir kostir til greina. Annar er sá, eins og nefnt var í
ínngangskafla, að þetta tengist einhverjum breytingum á framburði við-
komandi klasa, þ.e. einhvers konar veiklun eða brottfalli á sníkjuhljóðinu.
Það er kannski ekki líkleg skýring. Hinn kosturinn er sá að skáldin séu
þarna meðvitað að líkja eftir stuðlun fornskálda sem þau hafa kynnt sér.
Auðvitað hljóta alltaf að vera einhverjar hömlur á því að hvaða marki skáld
geta tekið upp stuðlun sem ekki er í samræmi við málkerfi þeirra, en
kannski er sníkjuhljóðið nægilega lítilvægur þáttur í framburði til þess að
hægt sé að sniðganga það með þessum hætti.10 Þegar þar er komið sögu (á
!8. og 19. öld) er svo að sjá að fyrrnefndar hömlur á stuðlun með sm- séu
ekki lengur til staðar og þá birtast þessi orð í i-stuðluninni í mun meiri
tnæli en var fýrir 1400 (sjá mynd2). Þessi ályktun er fýrst og fremst dreg-
ln> eins og fyrr hefur verið nefnt, af þeirri staðreynd að hlutfall sm- í s-
stuðluninni hefur breyst gríðarlega frá tímanum fyrir 1400 fram á 19. öld,
eins og sjá má þegar bornar eru saman myndir 1, 2 og 3.
Myndiry og 8 sýna að þegar litið er til annarra klasa sem valdir eru af
handahófi er ekki teljandi munur á stuðlun annars vegar og lausamálstext-
uni hins vegar. Þessar myndir undirstrika að það hlýtur að vera eitthvað
bundið stuðluninni sem veldur brotthvarfi klasanna sl- og sn- úr í-stuðlun
um og upp úr 1400. Ekkert bendir til annars en að ef allt er eðlilegt séu
hlutföll hvers klasa í stuðlun annars vegar og lausamálstextum hins vegar
nokkurn veginn í jafnvægi.
10 Höfundar þakka ritstjóra fyrir ábendingar um þetta atriði.