Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 72
70 Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Sigurdur Konráðsson
7. Lokaorð
Rannsóknarspurningin gekk annars vegar út á það hvort hlutfall fram-
stöðuklasanna sl-, sm- og sn- í j-stuðlun fyrir 1400 væri í samræmi við hlut-
fall sömu klasa í-stuðlunar eftir að hún var tekin upp aftur á 18. öld og
síðar; hins vegar hver yrði niðurstaðan þegar bornir væru saman fram-
stöðuklasarnir sl-, sm- og sn- í stuðlun og lausamálstextum. Hvað varðar
fyrri hluta spurningarinnar þá er ljóst að hlutfall framstöðuklasanna þriggja,
sl-, sm- og sn-, hefur breytst verulega þegar borin eru saman tímabilin fyrir
1400 annars vegar og 18., 19. og 20. öld hins vegar. Sá klasi sem sker sig
úr er sm-. Þó að tilvikin séu fá eru tölurnar mjög afgerandi og í samanburði
við lausamálstextana virðast niðurstöðurnar frekar styðja þá hugmynd að
klasinn sm- hafi verið gnýstuðull fyrir 1400 vegna þess að hlutfall hans er
svo miklu hærra í stuðlun á seinna tímabilinu þar sem ekki er neinn telj-
andi munur milli tímabilanna á þessum klasa í lausamálstextunum. Þegar
litið er til seinni hluta spurningarinnar kemur í ljós að lausamálstextarnir
benda til þess að ekki hafi orðið teljandi breytingar á hlutfallslegri tíðni
þeirra orða sem hefjast á þessum klösum á þeim tíma sem skoðaður var.
Niðurstöðurnar styðja þess vegna þá kenningu að brotthvarf 5-stuðlunar
um 1400 stafi af hömlum sem skyndilega hafi lagst á stuðlun með sl- og
sn-. Þessar hömlur eru það sterkar að brotthvarfið er algjört og eðlilegast
er að líta svo á að þar sé sníkjuhljóðið orsakavaldurinn.
HEIMILDIR
Davíð Stefánsson. 1952. Að norðan. Ljóðasafn. Helgafell, Reykjavík.
Eggert Ólafsson. 1832. Kvœði. S.L. Möller, Kaupmannahöfn.
Eysteinn Sigurðsson. 1986. Athugasemdir um h- og hv-í stuðlun. Islenskl mál 8:7—29.
Fritzner, Johan. 1954. Ordbogover Detgamle norske Sprog. Tryggve Juul Mpller Forlag,
Osló.
Gunnar Karlsson. 1965. Um aldur og uppruna kv-framburðar. Islenzk tunga 6:20—37.
Hallur Ögmundsson. 1922-1927. Kvæði í Kvtsðasafni eptir nafngreinda íslenzka menn frá
miðöld, bls. 295—405. Hið íslenzka bókmentafélag, Reykjavík.
Höskuldur Þráinsson. 1981. Stuðlar, höfuðstafir, hljóðkerfi. Afms’liskveðja til Halldórs
Halldórssonar í^.júlí 1981, bls. 110-123. íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.
Islenzk orðabók handa skólum og almenningi. 1980. Arni Böðvarsson ritstýrði. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, Reykjavík.
Islensk orðtíðnibók. 1991. Jörgen Pind (ritstjóri), Friðrik Magnússon og Stefán Briem.
Orðabók Háskólans, Reykjavík.
Jón Arason. 1918. Jón Arasons religipse Digte. Útgefið af Finni Jónssyni. Bianco Lunos
Bogtrykkeri, Kaupmannahöfn.