Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Qupperneq 88
86
Höskuldur Þráirtsson
2. Um virkar hljóðkerfísreglur og baklægar gerðir
I flestum málum má finna ýmiss konar hljóðavíxl sem eru regluleg og
önnur sem eru óregluleg. Vel þekkt íslensk dæmi um þetta má sjá í (1):
(i)a. gulur [kYilyr] hk. gult [kylt]
b. bjóða [pjou:ða] þt. bauð [pöi:ð]
I fyrra dæminu skiptast á langt og stutt /u/ og sömuleiðis raddað og
óraddað /1/. I því síðara skiptast á hljóðin (eða hljóðasamböndin) /jó/ og
/au/ (sérhljóðin eru löng í báðum tilvikum). Þeir sem kunna íslensku
kunna þetta eða „vita“ í þeim skilningi að þeir bera þessar orðmyndir fram
eins og hér var lýst, þótt þeir geti auðvitað ekki gert grein fyrir þessari
kunnáttu nema þeir hafi lært eitthvað um þetta í skóla.* 2
Ef við skoðum þessi víxl frá samtímalegu sjónarmiði verður fljótt ljóst
að þau eru mjög ólík í eðli sínu. Skiptin á löngu og stuttu /u/ ígulur — gult
fylgja almennri reglu um lengd áherslusérhljóða í nútímaíslensku (hana má
t.d. orða svo: langt áherslusérhljóð í opnu atkvæði, stutt í lokuðu) og það
skiptir engu máli hvaða sérhljóð eiga þarna í hlut né heldur hvort um er að
ræða lýsingarorð eins og gulur eða orð af einhverjum öðrum orðflokki.
Víxlin á rödduðu og órödduðu /1/ eru líka regluleg eða „fyrirsegjanleg“ —
þau fylgja almennri reglu sem nær ekki aðeins til ákveðinna orðflokka
(eins og lýsingarorða t.d.) og reyndar ekki bara til sambandsins /lt/ heldur
í máli margra til /l,m,n/ á undan /p,t,k/.3 4 Þessu er allt öðruvísi farið með
víxlin á /jó/ og /au/ í bjóða — bauð. Þau eru einkennandi fyrir ákveðinn
hóp sagna (sbr. sjóða, þt. sauð, brjóta, þt. braut) og ekki almenn. Það eru
m.a.s. til sagnir sem hafa mjög svipað hljóðafar og bjóða en taka ekki þess-
um víxlum, sbr. Ijóða, þt. Ijóðaði, ekki *lauð-, hnjóða (í einhvern), þt.
hnjóðaði, ekki *hnauð (í einhvern); hjóla, þt. hjólaði, ekki *haul o.s.frv. Enn
aðrar taka þessum víxlum bara í máli sumra, sbr. rjóða, þt. rauð eða rjóðaðid
um H-hljóðvarp á Rask-ráðstefnu (2001) og nefndi hann „Hvað tekur við eftir dauðann?"
Hér er reynt að svara þeirri spurningu. Loks vil ég þakka Zakaris Svabo Hansen, Hjalm-
ari P. Petersen og Victoriu Absalonsen aðstoð við færeysku.
2 I þessu sambandi skiptir ekki máli að ýmsir, t.d. í Eyjafirði, hafa til skamms tíma
haft raddað /1/ í orðmyndum eins og gult (raddaður framburður) og ekki heldur að stofn-
sérhljóðið í gulur er kannski ekki [y:] í máli allra. Framburður þessa fólks er reglulegur
þrátt fyrir það að reglurnar séu öðruvísi en hjá fjöldanum.
3 Hér skiptir ekki heldur máli þótt sumir hafi þrengri gerð eða gerðir af þessari reglu
(sbr. Höskuld Þráinsson 1980).
4 Orðmyndin rjóðaði (og samsvarandi myndir) er merkt með t í íslenskri orðabók, en
það merkir „fornt eða úrelt mál“. Þó má finna nýleg dæmi um slíkar myndir á Netinu.