Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Side 89
Um dauðans óvissan tíma
87
I framhaldi af þessu má nú spyrja hvers konar kunnátta sé fólgin í því
að kunna það sem nú var lýst, hvernig börn öðlist hana og hvernig best sé
að gera grein fyrir henni. Það eru einmitt slíkar spurningar sem þeir mál-
fræðingar glíma við sem fást við svokallaða málkunnáttufræði (e. genera-
ftvegrammar). I sem stystu máli má segja að börn þurfi að læra það um
sterkar sagnir (eins og bjóða t.d.) að í beygingunni koma fram mismunandi
stofnar (eða ófyrirsegjanleg tilbrigði af sama stofni). Þau þurfa m.ö.o. að
læra fleiri en einn stofn af hverri sögn.5 Þau þurfa hins vegar ekki að læra
tnismunandi stofna af lýsingarorðinugulur því þau tilbrigði sem þar koma
fram (í lengd stofnsérhljóðsins og í rödduninni á /1/) eru fyrirsegjanleg út
frá almennum reglum sem eru ekki bundnar við tiltekinn orðflokk. í þeirri
tegund hljóðkerfisfræði sem spratt upp úr málkunnáttufræðinni á sínum
tima (sjá t.d. Chomsky og Halle 1968 — og um íslenskt efni t.d. hjá Ander-
son 1974, Eiríki Rögnvaldssyni 1981, 1993, Kiparsky 1984, Þorsteini G.
Indriðasyni 1994, Kristjáni Árnasyni 2005:81 o.áfr.) er fyrirbærum af
þessu tagi gjarna lýst með því að segja að það sé bara ein „baklæg mynd“ af
viðkomandi orðhluta (í þessu tilviki stofninum þgul-þ) og síðan verki
almennar hljóðkerfisreglur á hann (í þessu tilviki þá regla um lengd sér-
hljóða og (af-)röddun hljómenda eins og /l,m,n/). Svokallaðar baklægar
myndir eru þannig aðferð til þess að lýsa því sem er reglulegt, í þessu til-
viki lýsa því að börn þurfa ekki að læra nema eina mynd af stofni lýsingar-
orðsins gulur. Öll tilbrigði í stofninum leiðir af almennum reglum, ólíkt
því sem á við um óregluleg orð eins og bjóða. Ef menn setja fram aðra
lýsingu eða skýringu sem hentar betur til þess að gera grein fyrir þessari
staðreynd er sjálfsagt að hafa hana heldur, en hugmyndin um baklægar
gerðir er auðvitað ekkert sem hægt er að „sanna“ á formlegan hátt fremur
en aðrar hugmyndir eða kenningar í málfræði eða tilraunavísindum (empír-
ískum fræðum).6
5 Þau hafa væntanlega einhvern stuðning af því að yfirleitt eru nokkrar sagnir í sama
hljóðskiptaflokki, en það er hins vegar yfirleitt ómögulegt að segja til um það út frá hljóða-
fari sagnar hvort hún er sterk og tilheyrir einhverri tiltekinni hljóðskiptaröð eða ekki, eins
°g bent var á hér framar. Þess vegna eru þessar sagnir líka oft kallaðar óreglulegar.
6 Þess vegna er í raun merkingarlaust að gera kröfu um slíka sönnun eins og Jón Axel
Harðarson gerði í áðurnefndum fyrirlestri sínum (2001, sbr. líka Ragnar Inga og Sigurð
Konráðsson 2009:170). Hins vegar er það auðvitað rétt, eins og yfirlesari benti á, að mis-
vitrir hljóðkerfisfræðingar hafa stundum gert tillögur um baklægar myndir orða sem
vandséð er að geti verið hluti af þeirri málkunnáttu sem börn á máltökuskeiði tileinka sér
~ úl þess að finna þær þurfi kunnáttu í málsögu. Það segir meira um þessa hljóðkerfis-
ftæðinga en um sjálfa grundvallarhugmyndina.