Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 90
88
Höskuldur Þráinsson
3. w-hljóðvarp að fornu og nýju
I hefðbundinni lýsingu á w-hljóðvarpi í fornu máli er yfirleitt sagt sem svo
að /u/ hafi haft áhrif á undanfarandi /a/ (ég sleppi hér öðrum tilvikum um
w-hljóðvarp til einföldunar) og gert það líkara sér, dregið það til sín, ef það
má orða það svo. Miðað við kerfi stuttra sérhljóða í forníslensku gæti
myndræn lýsing verið á þessa leið, kannski með nokkurri einföldun, þar
sem örin táknar «-hljóðvarpið og umkringda hljóðtáknið hljóðvarpsvald-
inn (sbr. t.d. Kristján Arnason 2005:219 o.áfr.):
(2) Myndræn lýsing á w-hljóðvarpi í fornu máli:
FRAMMÆLT UPPMÆLT
ókringd kringd ókringd kringd
nálæg i y ©
e 0 0
fjarlæg ? a -* 9
Þessari samlögun má lýsa á hálfformlegan hátt á þessa leið (sbr. líka
Þorstein G. Indriðason 2010:139; hér eru nöfn samlögunarþáttanna feit-
letruð til glöggvunar):7
(3) /a/ -► [+kringt] / _ CQ V
+ kringt
+ nálægt
+ uppmælt
Þessi regla segir að fari kringt, nálægt og uppmælt sérhljóð (þ.e. /u/) í
næsta atkvæði8 á eftir sérhljóðinu /a/ þá lagi /a/ sig að þessu sérhljóði að
því er kringinguna varðar. Þar með „breytist" /a/ í /9/, því það hljóð hefur
alveg sömu hljóðþætti og /a/ að kringingunni frátalinni.
Nú er í sjálfu sér hægt að túlka þessa lýsingu í (3) á tvennan hátt. Ann-
ars vegar má líta á hana sem reglu í máli þeirra sem voru uppi á þeim tíma
7 Vegna þess hve kerfi áherslulausra sérhljóða var takmarkað í forníslensku má auð-
vitað segja að þættirnir [+nálaegt, +uppmælt] séu umframir í skilgreiningu hljóðvarpsvalds-
ins, þ.e. að reglan hafi bara verið: ,,/a/ verður kringt ef það fer á undan kringdu sérhljóði".
Síðan vill bara svo til að eina kringda sérhljóðið sem gat farið á eftir /a/ (í ósamsettum
orðum) var /u/ (sem var reyndar oft táknað með (o) í fornum ritum, sbr. t.d. Hrein
Benediktsson 1962). Þetta skiptir hins vegar ekki meginmáli hér.
8 Táknið C0 vísar til þess að á milli /a/ og /u/ má fara ótiltekinn fjöldi samhljóða, þ.e.
í raun „ekkert eða fleiri“. Samkvæmt þessari framsetningu verður hljóðvarpsvaldurinn þá i
næsta atkvæði á eftir /a/ ef gert er ráð fyrir því að sérhljóð sé í öllum atkvæðum í íslensku
(hér geta bara samhljóð og engin sérhljóð farið á milli /a/ og hljóðvarpsvaldsins).