Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 94
92
Höskuldur Þráinsson
Þetta ógagnsæi sem nú var nefnt var ekki fyrir hendi í fornu máli því
þá voru nefnifallsmyndir orða af þessu tagi án -«-, þ.e. dalr, fagr. Það
merkir hins vegar ekki að w-hljóðvarp hafi verið algjörlega gagnsætt til
forna. Þá voru nefnilega til „undantekningar11 eins og dalnum (þgf.m.gr.).
Þarna er /u/ í næsta atkvæði á eftir /a/ „á yfirborðinu“. Þetta sýnir að orð-
gerðin skipti máli fyrir virkni «-hljóðvarpsins að fornu (þ.e. að þarna er
viðskeyttur greinir), en Þorsteinn G. Indriðason rekur einmitt ýmis tilvik
um það í grein sinni að eðli viðskeyta geti haft áhrif á virkni ýmissa reglna
(sjá líka Kristján Arnason 2005:301 o.áfr.).
Meginniðurstaða þessa kafla er þá tvenns konar:
• í fyrsta lagi minnir «-hljóðvarp í nútímamáli á «-hljóðvarp í fornu
máli að því leyti að í báðum tilvikum væri um nokkurs konar aðlög-
un að ræða (samt einfaldari í forna málinu) ef litið er svo á að um
hljóðreglu sé að ræða bæði að fornu og nýju.
• I öðru lagi er w-hljóðvarp í nútímamáli ógagnsærra en w-hljóðvarp í
fornu máli, þ.e. það er meira af „yfirborðsundantekningum" frá
nútímareglunni en þeirri fornu, þótt sú forna hafi ekki verið gagn-
sæ að öllu leyti heldur.
Almennt má hins vegar segja að því ógagnsærri sem hljóðreglur verða, því
erfiðara verður fyrir málnotendur að tileinka sér þær og það merkir þá um
leið að þær fara að bera dauðann í sér. Þetta skýrist betur í fimmta kafla.
4. Tvö mikilvæg einkenni u-hljóðvarps í nútímamáli
Eins og áður var bent á snýst deilan um w-hljóðvarp í íslensku í raun og
veru ekki um það hvort hljóðvarpið sé lífs eða liðið heldur hvers eðlis það
sé. Kristján Arnason orðar þetta svo (2005:288): „enginn vafi leikur á því
að hljóðvarpið er í einhverjum skilningi virkt í nútímamálinu. Spurningin
er bara hvort virknin er orðhlutaleg eða hljóðkerfisleg." Ragnar Ingi og
Sigurður virðast svipaðrar skoðunar (2009:176) en telja að niðurstöður
sínar bendi til þess að w-hljóðvarp sé ekki virk hljóðkerfisregla og að „börn
læri «-hljóðvarp sem hljóðbeygingarreglu“. Þorsteinn G. Indriðason (2010)
bendir aftur á móti á ýmis líkindi milli w-hljóðvarps og reglna sem hann
segir að venja hafi verið að telja virkar hljóðkerfisreglur í íslensku. Þar (sjá
t.d. 2010:144) nefnir hann aðblástur, framgómun, lokhljóðun á undan / og
n (hefill — heflar, saga — sagna), d-innskot (ferill — ferlar, farinn — famir),
frálíkingu (sœ.1 - s&lli, fín - fínni) og sérhljóðsbrottfall (himinn - himnar).