Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 96
94
Höskuldur Þráinsson
c. sagnir: tala — tölum (l.p.ft.nt.) — töluðum (í.p.ft.þt.) — töluðuð
(2.p.ft.þt.) — töluðu (3-p.ft.þt.)
Þetta er greinilega mjög ólíkt hljóðbeygingunni sem áður var nefnd. Hér
kallar endingin -u á hljóðvarp hvort sem hún er ending í nafnorði eða lýs-
ingarorði, endingin -um sömuleiðis þótt hún sé ýmist ending sem merkir
fall og tölu í nafnorði eða lýsingarorði eða þá ending sem einkennir pers-
ónu og tíð í sögn o.s.frv. Orðflokkurinn og formdeildin, þ.e. beygingar-
þættirnir, skipta hér ekki máli en sú var aftur á móti raunin þegar við litum
á /'-hljóðvarpið í orðunum háttur (no.) annars vegar og hátta (so.) hins
vegar, svo og mismunandi beygingarmyndir af mega (so.).
Hér er mikilvægt að velta því fyrir sér hvernig börn gætu tileinkað sér
þessi víxl án þess að beintengja þau við hljóðumhverfið. I því sambandi er
oft vísað til dæma eins og þessa:
(8) banani — þgf.ft. banönum eða bönunum
Orðmyndin banönum er í ágætu samræmi við hljóðkerfisreglu á borð við
(5). Þar hefur H-hljóðvarpið verkað á stofnlægt /a/ sem fer næst á undan
/u/. Orðmyndir eins og bönunum hafa svo orðið vatn á myllu þeirra sem
aðhyllast hljóðkerfislega greiningu á «-hljóðvarpsdæmum í nútímamáli og
þá er skýringin yfirleitt á þessa leið:
(9) a. w-hljóðvarpið getur virkað á síðara /a/-ið í orðinu banani, sbr. ban-
önum. Það er í ágætu samræmi við hljóðkerfisreglu á borð við þá
sem sett var fram í (5) hér framar.
b. Þar sem búast mætti við áherslulausu /ö/ kemur oft fram /u/ í
íslensku, sbr. meðal — meðöl/meðul, he'rað — héröð/héruð. Ef það
gerist í þgf.ft. orðsins banani er kominn fram nýr hljóðvarpsvaldur
sem getur valdið hljóðvarpi á fyrra /a/-inu og þá fáum við bönun-
um.16
Tvímyndir eins og kastölum og köstulum eru alveg sama eðlis.
En hvað þá um orðmyndina bönönum? Eiríkur Rögnvaldsson nefnir
hana (1981:29) og vísar þar m.a. í Oresnik, en hann er einn þeirra sem hafa
16 I raun má lýsa orðmyndum eins og töluðum, töluðuð og töluðu á svipaðan hátt því
í þátíðarviðskeytinu eru víxl milli /að/ og /uð/ og þar er þetta (fyrra) /u/ greinilega skil-
yrt af /u/ í eftirfarandi atkvæði (endingunum -um, -uð og -u). Þetta fyrra /u/ veldur þá u-
hljóðvarpi á rótarsérhljóðinu en er sjálft veikluð mynd af hljóðvarpshljóðinu /ö/ sem end-
ingarsérhljóðið /u/ kallaði fram (sjá t.d. Eirik Rögnvaldsson 1981: 29, Kristján Árnason
2005:289).