Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 97
Um dauðans óvissan tíma
95
glímt við hið samtímalega u-hljóðvarp í íslensku (t.d. 1977). Eiríkur segir á
þessum stað að þessi orðmynd „heyrist einstöku sinnum". Á þeim tíma
hafði Eiríkur ekki aðgang að leitarvélum af neinu tagi. Síðar hefur hann
gert nokkuð ítarlega (og gamansama) úttekt á finnanlegum tilbrigðum í
þgf.ft. af orðinu banani (2006) þar tilgreinir hann mörg skemmtileg dæmi
af Netinu, m.a. um orðmyndina bönönum. Þau eru nægilega mörg til þess
að nauðsynlegt er að taka þau alvarlega, þótt ekki sé alltaf auðvelt að túlka
eða meta netdæmi.17
I greininni frá 1981 segir Eiríkur að tilvist orðmyndarinnar bönönum sé
kannski til marks um að M-hljóðvarp sé að verða beygingarlega skilyrt að
nokkru leyti, þ.e. eitthvað á borð við /a/ -> /ö/ í þgf.ft. (1981:290). En ef
einföld beygingarregla af því tagi væri að koma upp mætti búast við dæm-
nm á borð við þessi, en þau virðast algjörlega ótæk og finnast ekki einu
sinni á Netinu:
(i°) *bönanum (þgf.ft. af banani), *ökkerum (þgf.ft. af akkeri)
Það er greinilega ekki hægt að segja að *bönanum sé ótæk mynd vegna þess
að ekki dugi að láta w-hljóðvarpsregluna verka bara á annað af tveim tilvik-
um um /a/ í stofni því orðmyndir eins og banönum eru algengar. Hins
vegar spáir hljóðkerfisleg skilyrðing w-hljóðvarps (sbr. t.d. (5)) því einmitt
að banönum ætti að vera tæk mynd en *bönanum ekki af því að í *bönan-
Um er hljóðvarpsvaldurinn ekki í næsta atkvæði á eftir /a/ og getur því
ekki haft áhrif á það, ekkert frekar en í *ökkerum.
Af því sem nú var rakið má ráða að w-hljóðvarp í íslensku nútímamáli
er háð hljóðumhverfi á tiltekinn hátt (atkvæðafjölda eða atkvæðagerð) sem
er alveg reglulegur og væri óvæntur ef það væri hljóðbeygingarregla en
aftur á móti einmitt það sem búast mætti við ef það væri hljóðkerfisregla.
En hver gæti þá verið skýringin á tilvist orðmynda eins og bönönum?
hað má hugsa sér a.m.k. tvo möguleika:
(11) a. Þótt menn skrifi bönönum (og jafnvel einstaka sinnum köstölum) er
ekki alveg víst að þetta seinna (ö) tákni endilega [ö]. Það er erfitt að
greina muninn á stuttu áherslulausu /u/ og /ö/, enda eru hljóðin
17 Eiríkur segir (2006:43) a3 leitarvélin Google hafi fundið um 100 dæmi um orð-
myndina bönönum þegar hann var að skrifa sína grein fyrir um fimm árum. En Netið þenst
alltaf út og þegar þetta er ritað eru hráar tölur úr leitarvélinni 26.300 dæmi um bönunum á
etinu, 12.900 um banönum og 859 um bönönum. Eins gefur vélin töluna 3.390 fyrir
ttulum, 1.500 fyrir kastölum og bara 9 fyrir köstölum. Þetta er forvitnilegt, hvað sem það
merkir nú í smáatriðum (í hráum tölum af þessu tagi er oft mikið um endurtekningar og