Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Síða 99
Um dauðans óvissan tíma
97
5- Samanburður við færeysku
I færeysku má finna víxl sem í fljótu bragði líta út fyrir að vera hliðstæð u-
hljóðvarpi í íslensku nútímamáli. Lítum á dæmin í (13) (sjá t.d. Höskuld
Þráinsson o.fl. 2004:78 o.áfr., 100 o.áfr. og víðar):
(13) a. no.: dagur, hjallur — dpgum, hjpllum (þgf.ft.)
b. lo.: spakur, fastur, fagur — sppkum, fpstum, fpgrum
(þgf.et.kk./hk., þgf.ft.)
sppku, fpstu, f0gru (ft.v.b.)
Ef marka má stafsetninguna virðast þetta vera einföld a~0 víxl og þannig
hliðstæð þeim a~ö víxlum sem finna má í íslensku. Færeysku víxlin eru þó
I raun ekki eins einföld og þau íslensku vegna þess að hljóðgildismunur
langra og stuttra afbrigða af sérhljóðum er mun meiri í færeysku en í
islensku. Þetta hefur áhrif á það hvernig w-hljóðvarpsvíxlin koma fram „á
yfirborðinu“, ef svo má segja. Þannig skiptast t.d á [sa:] og [0:] í þeim orð-
myndum af dagur og spakur sem eru sýndar hér fyrir ofan, [a] og [œ] í orð-
myndunum af hjallur og fastur og loks [ea:] og [œ] í dæmunum með fagur.lc)
Nú er rétt að geta þess að lengd sérhljóða í færeysku er fyrirsegjanleg
°g nieginreglan um hana er eins og í íslensku: Aherslusérhljóð eru löng í
°pnum atkvæðum, stutt í lokuðum (sjá t.d. Höskuld Þráinsson o.fl. 2004:
3o o.áfr., Kristján Árnason 2011:152 o.áfr.). Þess vegna mætti hugsa sér að
sjálf reglan um w-hljóðvarpsvíxlin miðaðist við þau hljóðön (fónem) sem
%gja að baki tilbrigðunum og þyrfti ekki — og ætti ekki — að gera grein
fyrir þeim tilbrigðum í framburði sérhljóða sem eru háð lengd þeirra.
^andinn er að vísu sá að málfræðingar hafa ekki verið á eitt sáttir um það
hvernig best sé að gera grein fyrir færeysku sérhljóðakerfi. Hér verður
ekki gerð tilraun til að rekja ólíkar hugmyndir um þetta en látið duga að
sýna á myndrænan hátt hvernig hljóðkerfisregla um H-hljóðvarp ætti að líta
II r miðað við eina tiltekna greiningu á færeyska sérhljóðakerfinu:20
19 Enn má svo nefna að hvorki [0:] né [œ] koma fyrir á undan nefhljóði. Þannig fáum
við víxl eins og ramur - romum ‘sterkur’ (ekki *r0mum) og land - londum (ekki *l0ndum).
etta flækir u-hljóðvarpsmálið væntanlega enn frekar í færeysku, hvernig svo sem réttast
er að gera grein fyrir þessu í samtímalegu hljóðkerfisfræðinni.
Hér er miðað við lýsingu Höskuldar Þráinssonar o.fl. (2004:32 o.áfr.) á færeysk-
Um e'nhljóðum. Svipaða mynd mætti draga upp í því kerfi sem Magnús Snædal (1986:155)
stlngur upp á (þótt hann noti táknið /a/ fyrir það hljóð sem hér er táknað með /æ/). Aftur
^móti er ekki alveg ljóst hvernig mynd af þessu tagi gæti litið út miðað við greiningu
ristjáns Árnasonar (2011) t.d., þar sem hann gerir ráð fyrir tvöföldu kerfi sérhljóða, einu
yur lóng sérhljóð og öðru fyrir stutt, auk þess sem hann telur [ea:] til kerfis langra tví-