Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 100
Höskuldur Þráinsson
98
(14) Tilraun til
nálæg
fjarlæg
myndrænnar lýsingar
FRAMMÆLT
ókringd kringd
i y
á w-hljóðvarpi í færeysku:
UPPMÆLT
ókringd kringd
©
o
Sérhljóðið sem hér er táknað með /æ/ væri þá það sem táknað er með (a)
í dæmum eins og dagur, hjallur, spakur, fastur og fagur, en það sérhljóð
kemur þá fram sem [ea:] ef það er langt en [a] ef það er stutt.
Nú má spyrja af hverju það sérhljóð sem hér er til umræðu (stofn-
sérhljóðið í dagur, hjallur, spakur, fastur, fagur) sé hér kallað /æ/ fremur en
/a/. Meginástæðan er sú að í færeyska sérhljóðakerfinu er greinilega
„pláss fyrir raunverulegt /a/“ og þetta /a/ hefur hljóðgildið [a:] þegar það
er langt og [a] þegar það er stutt. Það tekur sem sé engri tvíhljóðun. Þetta
má sjá í tökuorðum í dæmum eins og þessum (sjá líka Höskuld Þráinsson
o.fl. 2004:32 o.áfr.):
(15) langt [a:]: stutt [a]:
Japan japanskur (áhersla á 2. atkv.)
banan (áhersla á 2. atkv.)
Lada
í öðru lagi má svo nefna að í færeysku féllu /a/ og /æ/ saman þannig
að áherslusérhljóðin í orðunum dalur og tmlur ('þræll’) hljóma eins. Sam-
fallið er algjört á þann hátt að í báðum tilvikum er langa afbrigðið [ea:] og
það stutta [a] (þó ekki á Suðurey, sjá t.d. Höskuld Þráinsson o.fl. 2004:
346—347). Greinarmuninum er samt haldið í stafsetningunni (skólabörn-
um til mikillar armæðu) og í stafrófinu, þar sem <a) heitir fyrra a og <æ>
heitir seinna a. Með hliðsjón af þessu má því segja að ákveðin söguleg rök
séu til þess að velja táknið /æ/ fyrir það málhljóð eða hljóðan sem hér um
ræðir.
í framhaldi af þessu er forvitnilegt að skoða hvort w-hljóðvarp komi
jafnt fyrir í öllum /æ/-orðum, óháð uppruna. Það er reyndar ekki alveg
auðvelt að skera úr um það vegna þess hve w-hljóðvarp er óreglulegt í fær-
hljóða (og þar með varla yfirborðslega birtingarmynd sama einhljóðs og [a] í dæmum eins
og fagur (með [ea:]) - fagrart (með [a]), sjá t.d. Kristján Arnason 2011:74 o.áfr., 135 o.áfr.
Það væri eðlileg ályktun af lýsingu Kristjáns að «-hljóðvarp geti ekki verið hljóðkerfisleg
regla i færeysku nútímamáli og það er reyndar sú niðurstaða sem færð eru rök að í þessari
grein en eftir öðrum leiðum.