Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 102
ÍOO
Höskuldur Þráinsson
tekning hefur verið skýrð í ritum um íslenska hljóðkerfisfræði. Grundvall-
aratriði í þeirri skýringu er sú tilgáta að #-r# sé grunnform eða hið sjálf-
gefna tilbrigði þessarar endingar í íslensku, -u- sé síðan aðeins skotið inn í
við sérstakar aðstæður, -r falli brott í öðrum tilvikum o.s.frv. Síðan er gert
ráð fýrir því að reglur málsins geti verkað hver á eftir annarri þannig að
M-hljóðvarpsreglan geti „farið á undan“ w-innskotsreglunni. En þótt færa
megi rök að lýsingu af þessu tagi fyrir íslensku gengur það ekki fýrir fær-
eysku. Þar hefur endingin #-ur# nefnilega verið alhæfð þannig að ekki er
lengur hægt að færa sambærileg rök fýrir M-innskoti — til þess skortir víxl
af því tagi sem lýst er í (6). Nokkur dæmi eru sýnd í (17) með samanburði
við íslensku:
(17) ísl. mó-r, há-r (lo.) fær. mó-ur/mógv-ur, há-ur
ísl. ís, fugl, laus (lo.) fær. ís-ur, fugl-ur, leys-ur
Þetta merkir það að öll -ur-orð með /a/ í stofni verða raunverulegar og
samtímalega óútskýranlegar undantekningar frá M-hljóðvarpsreglunni. Þetta
eykur ekki lítið á ógagnsæi reglunnar því -ur-orð af þessu tagi eru gríðar-
lega mörg, bæði nafnorð og lýsingarorð.
I þriðja lagi er þess að geta að áherslulaust /u/ í færeysku er alls ekki
alltaf (og kannski sjaldnast) það nálæga kringda sérhljóð sem skýringar-
myndin í (14) sýnir sem hljóðvarpsvald. Aherslulausu sérhljóðin /i,u/ falla
nefnilega oft saman í færeysku (sjá Höskuld Þráinsson o.fl. 2004:349
o.áfr., einnig 397 o.áfr.; sbr. líka Hagström 1961). Þá felur M-hljóðvarpið
ekki lengur í sér neins konar hljóðfræðilega eða hljóðkerfislega samlögun,
a.m.k. ekki á yfirborðinu.
En hverjar ættu afleiðingarnar að verða af því að M-hljóðvarpið losnar
þannig algjörlega úr tengslum við hljóðumhverfið? Við getum séð það með
því að skoða þau atriði sem áður voru helst talin til marks um hljóð-
kerfislegt eðli w-hljóðvarps í íslensku og vita hvernig þeim hefur reitt af í
færeysku. Þau eru talin í (18):
(18) a. í íslensku veldur /u/ í öllum beygingarendingum w-hljóðvarpi á
/a/, það er m.ö.o. ekki bundið við neinn tiltekinn orðflokk eða
beygingarformdeild (ef horft er fram hjá -«r-endingu í nefnifalli
eintölu sterkra karlkynsorða af þeirri ástæðu sem áður var nefnd)
og verkar t.d. jafnt í nafnorðum, lýsingarorðum og sögnum eins og
áður var bent á, ólíkt því yfirleitt á við um hljóðbeygingarreglur.
I færeysku er þetta ekki svona. Þar er þetta talsvert mismunandi
eftir orðflokkum og beygingarmyndum. T.d. verkar M-hljóðvarp