Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Side 103
Um dauðans óvissan tíma
101
ekki í þátíðarmyndum sagna, sbr. vitkallað-u (ísl. við kölluðum), vit
framd-u (ísl. við frömdum) (sjá t.d. Höskuld Þráinsson o.fl. 2004:
398).
b. I íslensku er ekkert um áhrifsbreytingar innan beygingardæma á
þann hátt að w-hljóðvarp komi fyrir í beygingarmyndum sem ættu
ekki að hafa það.23
I færeysku úir og grúir af slíkum áhrifsbreytingum. Þannig hafa
fjölmörg veik kvenkynsorð sem upphaflega höfðu /a/ í stofni fengið
/0/ í nefnifalli þar sem beygingarendingin er -a, sbr. s0ga, aukaf.
s0gu (ísl. saga, aukaf. sögu), 0ða, aukaf. 0ðu (ísl. aða, aukaf. öðu).
c. I íslensku er ekkert um það að w-hljóðvarp verki ekki í beygingar-
myndum einstakra orða þar sem hljóðfræðileg skilyrði þess eru
uppfyllt, né heldur að til séu tvímyndir þess eðlis að w-hljóðvarp
komi fram í öðru tilbrigðinu en ekki hinu.
I færeysku er fullt af dæmum um þetta. Þannig mun þgf.ft. af orð-
inu rakstur vera rakstrum (og ekki *r0kstrum), þgf.ft. af akur ýmist
akrum eða 0krum, þgf.et.kk./h. og þgf.ft. af lýsingarorðinu spakur
ýmist spakum eða sppkum o.s.frv. (sjá t.d. Höskuld Þráinsson o.fl.
2004:79,100 o.v.).
d. I íslensku má færa rök að því að w-hljóðvarp verki „oftar en einu
sinni“ í afleiðslu tiltekinna beygingarmynda, þ.e. fýrst búi það til
hljóðvarpsvald sem síðan veldur nýju hljóðvarpi, sbr. umræðu um
orðmyndir á borð við banani — bönunum, kastali — köstulum, talaði
— töluðu í tengslum við (9) hér framar. Þetta hefur verið talið meðal
hljóðkerfislegra einkenna w-hljóðvarps í íslensku.
I færeysku virðast ekki vera til nein dæmi af þessu tagi. w-hljóðvarp
virkar ekki í sagnmyndum eins og talaðu (sbr. a-lið hér fyrir ofan)
og orð eins og kastali er kastalum og ekki *köstulum í þgf.ft. A sama
hátt er þgf.ft. af orðunum banani og Japani í færeysku bananum og
Japanum, en það kann reyndar að tengjast því sem er rætt í næsta
lið.
23 Hér er horft fram hjá því að „færeyskulegar" myndir eins og göta og köka munu
®kki dæmalausar í barnamáli, eins og yfirlesari benti á. En börn eiga þó ekki síður til að
Ua til „hljóðréttar“ «-hljóðvarpsmyndir sem þau hafa ekki úr máli fullorðinna, svo sem
Pessi (dæmi frá Haraldi Bernharðssyni):
(0 a- Þau göfu okkur þetta í afmælisgjöf.
b. Við götum þetta alveg sjálf!
c. Amma og afi lösu alla bókina fyrir okkur.
Hér hafa börnin lagt stofn þátíðar eintölu til grundvallar (notað hann sem „baklæga
gerð“).