Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 104
102
Höskuldur Þráinsson
e. í íslensku verður ekki undan því vikist að beita M-hljóðvarpi á töku-
orð ef umhverfið kallar á það og þetta er m.a.s. oft gert við erlend
nöfn. Þannig þykir (eða þótti) sjálfsagt að tala um bíltegundina
Lödu (og ekki *Ladu) og við Háskóla Islands hafa starfað erlendir
málfræðingar sem heita Randa og Tania og við töluðum yfirleitt
um Röndu og Töniud4
I færeysku virðist þetta ekki gert þótt slík nöfn séu fallbeygð
heldur væri sagt: Eg var í býnum við Taniu (*Toniu/*T0niu). Það
kann reyndar að einhverju leyti að stafa af því að í stofnsérhljóðið
í tökuorðum af þessu tagi er líklega yfirleitt ekki túlkað sem /æ/
heldur /a/ (og er þess vegna [a:] þegar það er langt en ekki [ea:])
en það er hið fyrra sem tekur þátt í hljóðvarpsvíxlum (sbr. um-
ræðu í tengslum við (15) hér framar). En þetta á svo sem líka við
um mörg færeysk kvenmannsnöfn eins og Ata, Alda (Eg var i býn-
um við Atu/?*0du, Aldu/*0ldu).25
Af því sem nú var rakið má sjá að í færeysku er einmitt ógrynni af undan-
tekningum frá w-hljóðvarpi (eða „an endless number of exceptions“),
miklu fremur en í íslensku (sbr. nmgr. 18 hér framar). Þetta bendir til þess
að w-hljóðvarp í færeysku sé ólíkt því íslenska í eðli sínu.
6. Lokaorð
I lokin er vert að draga saman nokkur mikilvæg atriði úr þessari umræðu
og fyrri ábendingum um eðli w-hljóðvarps í íslensku og færeysku.
Það sení einkum hefur gert w-hljóðvarp í íslensku nútímamáli tor-
tryggilegt sem hljóðkerfisreglu er sú staðreynd að það er ekki eins gagnsæ
og sjálfvirk regla og ýmsar dæmigerðar hljóðreglur, t.d. afröddun hljóm-
endanna /l,m,n/ á undan /p,t,k/ í máli þeirra sem hafa svokallaðan óradd-
aðan framburð. I því sambandi hefur t.d. verið bent á eftirfarandi takmark-
anir á virkni þess:
• Það virðist háð „afleiddu umhverfi" og verkar þannig ekki í orðum eins
og kaktus og Bakkus, eins og oft hefur verið bent á.26
24 Yfirlesari benti líka á eftirfarandi dæmi af Netinu: „Njótið þess að fá fullt af virki-
lega flottum öppum á góðu verði." Þar er nefnifall fleirtölu væntanlega líka öpp skv. hinu
orðhlutalega «-hljóðvarpi.
25 Þessa vitneskju hef ég frá Zakaris Svabo Hansen. Nafnorðið alda er líka eitt af
þeim orðum sem tekur ekki hljóðvarpi í færeysku, sbr. Aldurnar [þ.e. öldurnar] spala a
sandi sem er heiti á bók eftir færeyska rithöfundinn Jens Paula Heinesen.
26 Ef orð af þessu tagi væru mjög mörg í íslensku myndi það auka á ógagnsæi hljóð'