Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 112
lio
Helgi Skúli Kjartansson
Hér er miðstigið í rauninni hliðstætt fremur en sérstætt þó það standi bara
með fornafni (sem aftur visar til nafnorðs þannig að hér er í rauninni rætt
um fyrru dagana). Það er í fleirtölu eins og í hinum dæmunum og með
sömu w-endingunni.
Eitt af fyrri dæmum Margrétar, (6c), stingur hins vegar mjög í stúf við
hin (hér birt í ögn lengra samhengi en hjá henni):
(3) Hjón ... áttu tvær dætur; hét önnur Margrét, en hin Ólöf. Margrét var
í meiru uppáhaldi...
Dæmið er úr annarri átt en hin fyrrnefndu, sótt í Ritmálssafn Orðabókar
Háskólans. Það er frá annarri öld, úr þjóðsögum Jóns Árnasonar (fyrst útg.
1862—1864). Það er ekki í fleirtölu heldur eintölu. Og loks er það alls ekki
líkt veikri beygingu (í mesta uppáhaldinu) heldur sterkri (í miklu uppá'
haldi). Eg segi líkt af því að þessi w-ending í þgf.et.hk. þarf ekki að vera
komin úr neinni lýsingarorðabeygingu. Hún gæti alveg eins verið úr for-
nafnabeygingunni, sú sama og við þekkjum af dæmunum í (4).
(4) a. af einu og öðru
b. af hinu og þessu
Að önnur dóttirin sé í meiru uppáhaldi en hin, þannig gæti ég víst ekki
tekið til orða sjálfur. Þó munar það ekki mikiu, er engan veginn eins fjarri
lagi og dæmin í (1) og (2), þau um teðru kynstofnana og það allt. Þetta er
einhvern veginn allt annað fyrirbæri og ekki eins fjarlægt minni frekar
fornlegu málkennd.
Það sama á enn frekar við um síðari dæmi Margrétar (önnur en það um
fyrru dagana) þar sem miðstigið er ekki hliðstætt. Þar koma við sögu þrjár
orðmyndir, meiru, minnu og fleiru, eins og sýnt er hér í (5)—(7).
(5) a. komast að einhverju meiru
b. eyða meiru
c. rænir meiru og minnu frá almenningi
(6) a. afkastar minnu en efni standa til
b. rænir meiru og minnu frá almenningi
fy)a. með ... tómötum og fleiru
Þrjú dæmin eru reyndar af Netinu en af ritstýrðum vefjum frekar en
bloggsíðum. Og tvö eru úr virðulegum tímaritum, annað um 30 ára gam'
alt, hitt komið yfir nírætt.