Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Síða 123
Að eta speikt
121
Björns þar sem hann vitnaði um að speikja sé „almennings orð“ 1791, hin
fjögur eldri. Speikta síldin Magnúsar Stephensen er eina dæmið sem ég
get bent á yngra.
3. Dæmi frá upplýsingarfirömuðum
Elsta dæmið um speikja er frá Ólafi Olaviusi, úr riti hans Stutt ágrip um
fiskiveiðar ogfiskinetanna tilbúning... 1771. Ólafur hafði verið á sjötta ár í
Danmörku við nám og ritstörf þegar hann tók saman þennan leiðbein-
ingabækling handa löndum sínum, mest eftir prentuðum lýsingum á að-
ferðum Dana og Norðmanna. Þar segir frá því á einum stað hvernig hinn
besti speikilax (,,Speike-lax“) sé verkaður í Randers á Jótlandi. Hann er
flattur, saltaður, fergður, síðan hengdur upp í íveruhúsum, og þegar að
neyslunni kemur „sjóða menn hann í frönsku víni með smjöri. Því betur
speikist laxinn sem lengur hangir“ (Ólafur Olavius 1771:31).
Svo vill til að ellefu árum síðar, 1782, birti Jón Eiríksson (hinn eini og
sanni, konferensráðið) í Ritum Lærdómslistafélagsins langa ritgerð, m.a.
um veiðar og verkun á laxi, og lýsir þar þremur aðferðum við þurrkun á
flöttum laxi í Danmörku og Noregi, þar á meðal þeirri sem þyki best og
höfð sé við „Randarósslax" (Jón Eiríksson 1782:104, 109-110). Jón lýsir
verkuninni allri töluvert nánar en Ólafur hafði gert. Laxinn er fyrst
hengdur nálægt heitum ofni, síðan færður í minni hita og loks í kalda
skemmu „hvar hann því meir gagnþurrkast sem hann hangir lengur". Hér
virðist hann nota „gagnþurrkast" um nákvæmlega það sama og hjá Ólafi
hét „speikjast". Hvorugur þeirra segir að laxinn sé reyktur, og tekur Jón
einmitt fram, þegar hann mælir ekki með þessari verkun á Islandi nema
,,til sælgætis“ á laxi sem eigi að nota fljótlega, að til lengri geymslu á laxi
sem verkaður sé að sumri muni þurfa „bæði nokkurn reyk og sterkari
söltun".
Árið eftir að Olavius gaf út kver sitt um fiskveiðar og net átti annar
ungur Hafnar-íslendingur, Hannes Finnsson síðar biskup, dvöl í Stokk -
hólmi og hélt ferðadagbók sem löngu seinna (1934) var gefin út undir
nafninu Stokkhólmsrella. Hannes gaf gaum matarvenjum í Stokkhólmi,
þar á meðal þeim sið að byrja ekki á súpunni heldur „setja eitthvað salt,
t.d. kjöt, speikalax, salta síld, fisk nýjan etc., fyrst á borð og svo soð á
eftir" (Hannes Finnsson 1934:35). Þarna hlýtur heitið „speikalax", eða
eitthvað því líkt, að vera Hannesi tamt frá Kaupmannahöfn úr því hann
notar það skýringalaust. Og speikingin felur a.m.k. í sér söltun, hvað sem
reyknum líður.