Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Blaðsíða 125
Að eta speikt
123
(1786: 38, 53) vísar þar í fyrrnefnda ritgerð Jóns Eiríkssonar sem hafi m.a.
fjallað um „söltun, speiking og reyking" á laxi. Með speikingu hlýtur Ólaf-
ur þá að eiga við eitthvað líkt og nafni hans Olavius, þó Jón hafi ekki
nefnt það því nafni, og leggur hana a.m.k. ekki alls kostar að jöfnu við að
reykja. Síðar leiðir hann talið að væntanlegri fríhöndlun og hvernig
Islendingar eigi þá að nota tækifærið og verka til útflutnings miklu fjöl-
breyttari afurðir en tíðkast hafi: „salta fisk, hrogn og lax í tunnur, verka
klippfisk, speikja laxbúka og rafabelti, gjöra rikling af flökum, þurka og
salta lúrur og kola, leggja niður kræklinga í glös upp á útlenskan máta og
selja sérhvað þetta til höndlunarinnar.“ En „laxbúkarnir", sem Ólafur vill
speikja, munu vera þunnildi, svo nefnd að dönskum hætti (en saltede lakse-
buge eru einmitt danskt orðabókardæmi frá 1793), og þá sömu dönsku
mun Magnús hafa þýtt þegar hann kallaði þunnildin „laxakviði“. Líklega
hefur Ólafur hér í huga sömu verkun og Magnús hafði kynnst í Noregi
þar sem þunnildi af laxi eru söltuð til að éta þau hrá.
4. Hafnaríslenska?
Þá eru upp talin dæmin um speikingu eða speiktan mat sem ég kannast við
úr íslensku, öll frá þeim þrönga hópi höfunda sem telja má forkólfa upp-
lýsingarstefnunnar á íslandi. Magnús Stephensen er einn um að nefna
speikta síld og gæsabringur, en Olavius, Hannes Finnsson og þeir Stephen-
sensfeðgar báðir nota orðið um lax. Því skýtur skökku við að Björn Hall-
dórsson skuli tengja það eingöngu við kjöt: cames. (Annars talar Björn um
kjöt sem caro, en fleirtalan cames þykir einnig góð latína í sömu merkingu.
Sjálfsagt má líka tala um caro á fiski, í merkingunni hold til aðgreiningar frá
roði og beinum, en fisk sem fæðutegund nefnir Björn ekki því nafni heldur
piscis eðapisces.) Björn hefur þannig í fýrstu haft veður af speikingu sem verk-
un á kjöti, en síðar, þegar hann skrifar svörin 1791, hefur hann lært að nota
speikja um lax líka. Að það sé „almennings orð“ getur varla átt við um
Grundarfjörð 1791 — nema heimafólk Björns og nágrannar hafi lært það af
honum sjálfum. Enn síður hefur það verið í daglegri notkun við Faxaflóa
þar sem Jón Sveinsson landlæknir þýddi danska kennslubók, Stutt ágrip af
yfirsetukvennafr&ðum (1789), og talar þar um spegisíld (dæmi úr Ritmáls-
safni). Hafi speikja einhvers staðar verið í almennri notkun þá var það í
Islendinganýlendunni í Kaupmannahöfn. Þaðan hafa þeir haft það ungu
mennirnir, Olavius, Hannes og Magnús, en Jón Eiríksson forðast það
þegar hann skrifar fýrir íslendinga heima. Ólafur Stephensen kann að hafa
munað þetta orð frá Hafnarárum sínum (þótt nær aldarþriðjungur væri um