Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 126
124
Helgi Skúli Kjartansson
liðinn) eða lært það af Magnúsi syni sínum. Einungis Björn HaUdórsson
hlýtur að hafa kynnst orðinu á Islandi því hann var ekki í Höfn fyrr en
1786—87, en eftir þá ferð veit hann líka fyllri skil á merkingunni.
Eins og Asgeir Blöndal bendir á er speikja greinilega myndað eftir
dönsku sögninni spege. Hún á sér vissulega gamla sögu í dönsku, og sam-
svarandi orð ekki síður í sænsku og norsku; „spikihvalur" í norskum forn-
bréfum um 1340 er t.d. talið af þessum stofni. Hugsanlegt íslenskt dæmi
er í máldaga frá 1397 (íslenzkt fombréfasafn 4:211). Þar eru Valþjófsstaðar-
kirkju talin afar fjölbreytt rekaítök, þeirra á meðal „sex vættir spikhvals ef
tuttugu vættir koma á land eða meira“ í Brúnavík hjá Glettingi. Vættirnar
sem koma á land hljóta þó að vera af hvalnum óverkuðum og er eftir sam-
hengi eðlilegra að kirkjunni séu þá áskildar sex vættir af hvalspikinu frek-
ar en að hlut hennar skuli vega út af kjötinu eftir verkun.
Hvað sem þessu dæmi líður á sögnin speikja sér engar gamlar rætur í
íslensku (og sést þó djarflega til hennar vitnað í orðsifjaskýringum; dæmi
fljótfundin á Netinu með því að leita eftir „isl. speikja“ eða „nisl. speikja“).
Hún er nýmynduð eftir danska orðinu, kannski ekki fyrr en um eða eftir
1750, en gerð sem ó-dönskust að hljómi, og er þar sýnilega farið eftir hlið-
stæðunni stege — steikja. Slík orðmyndun væri ætlandi Hafnar-íslending-
um, ekki síst kynslóð Eggerts Ólafssonar, en hann vakti athygli landa
sinna á málstað málfyrningar (fremur en beinlínis málhreinsunar).
Speikja er þá dæmi um aðlagað tökuorð, þ.e. erlent orð sem gefið er
íslenskulegt hljóðgervi, raunar mjög íslenskulegt. Það hefur verið myndað
til þess að koma í stað danska orðsins og má ætla að merking þess hafi átt
að vera sú sama í báðum málunum: hægt að nota íslensku sögnina um allt
það sama og þá dönsku þótt varðveitt dæmi sýni fábreyttara notkun-
arsvið. (Líkt og nú má kalla allt „afstætt" sem væri „relatíft" á útlensku;
merkingu íslenska orðsins er einfaldara að finna í erlendum orðabókum
en að ráða hana af innlendum dæmum.)
5. Merking og uppruni
En hvað merkti eiginlega spege á dönsku? I hversdags-dönsku 21. aldar
kemur sögnin spege sjaldan fyrir en þrjú algeng orð eru af henni leidd. (Hér
styðst ég, auk orðabóka, við orðaleit á vefjum nokkurra danskra fjölmiðla.)
Það er að sjálfsögðu spægipylsan, spegepplse, sem ekki þarf að kynna fyrir
íslenskum lesendum. Síðan spegesild sem er haft um saltsíld og kryddsíld
(og liggur ekki í augum uppi hvað hún á sameiginlegt með spægipylsunni