Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Síða 127
Að eta speikt
125
fremur en öðru söltu áleggi). Og loks lýsingarorðið speget sem haft er í yfir-
færðri merkingu um ‘útsmognar’ persónur og ýmislegt ‘gruggugt’ eða
‘grunsamlega flókið’: speget sag, spegede forhold. Þessar aðskildu merkingar
eru dæmigerðar fýrir orðstofn sem tapað hefur mestu af sínu fýrra notk-
unarsviði, líkt og skerjagarður ber vitni um forna strönd.
Sögnin spege, og skyid orð í sænsku (spicka, spicken) og norsku (speka,
speke, speken), er talin af sama stofni og spík í íslensku sem í seinni tíð
táknar helst ‘(ómerkilegan) ljá’ en í eldra máli m.a. ‘mjóa spýtu’. Asgeir
Blöndal (1989) bendir á (undir speikja) að frummerkingin kunni að vera
‘þurrt strengsli, mjó lengja’ en einnig (undir spiki-) þann möguleika að
stofninn „tákni í öndverðu að þenja (fisk- eða kjötstykki) út með spýtum“.
Af þessum upprunaskýringum er a.m.k. hin seinni auðfundin í dönskum
orðabókum og sænskum.
Hvað sem orðsifjunum líður eru orð af þessum stofni snemma notuð
um verkun á ýmsum matvælum, ekki síst síld, laxi, hval og vissum kjöt-
vörum, í Svíþjóð jafnvel á káli. I fyrstu virðast þau aðallega þurrkuð, e.t.v.
með hjálp salts (síldin mjög snemma, a.m.k. ef lágþýska orðið spikherink,
‘saltsíld’, er dregið af því norræna), en með tímanum yfirleitt söltuð og oft
reykt líka. Þó tákna þessi orð ekki einungis geymsluaðferðina heldur um
leið hvernig fæðunnar er neytt, þ.e. án eldunar. Gleggst er það á sænsku
þar sem orðabókardæmi frá 18. öld fjallar um hvort tiltekin bjúgu séu best
soðin, steikt eða „spikna“, þ.e. hrá. A dönsku er spege líka eingöngu —
а. m.k. í seinni tíð — haft um mat sem verkaður er til neyslu án eldunar.
(Fyrir utan sérmerkingu: ‘fletja og roðfletta’ sem einungis á við um síld og
var til í dönsku kringum 1900.) Lýsing Olaviusar á speikta laxinum geng-
ur vissulega gegn þeirri reglu; hins vegar má sjá að heimildarkona
Magnúsar Stephensen hefur fylgt henni. Þannig gerir hún greinarmun á
speiktum laxi, ristuðum laxi og reyktum silungi þó allt sé með svipaðri verk-
un, m.a. reykt, en matreiðslan ólík.
б. Dautt mál
Eg sagðist ekki þekkja dæmi um speikja í raunverulegri notkun yngri en
dagbókarfærslu Magnúsar Stephensen 1807. Danska þýðingin í orðabók
Björns Halldórssonar 1814 er varla nein staðfesting á því að þýðandinn
hafi þekkt orðið sjálfur. Bein staðfesting á að fólk þekki það ekki fæst svo
í orðabók Blöndal 1920-1924. Þar á milli er það aðallega þögnin sem
bendir til að orðið sé horfið úr notkun. Þegar danska orðinu er slett á
prenti gefur það þó til kynna að höfundur kunni ekki það íslenska. Það