Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Side 132
130
Höskuldur Þráinsson
2. Uppruni og menntun
Noam Chomsky fæddist 7. desember 1928 í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í
Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru William og Elsie Chomsky, bæði
gyðingar. Faðirinn var innflytjandi frá Úkraínu, þekktur fræðimaður í
hebreskum fræðum og prófessor við Gratz College í Pennsylvaníu.
Móðirin ólst upp í Bandaríkjunum, átti ættir að rekja til Hvíta-Rússlands
og kenndi líka hebresk fræði. Þótt móðurmál foreldranna væri jiddíska
(vesturgermanskt mál með ívafi úr hebresku, slafneskum málum og fleir-
um, talað af gyðingum víða um lönd á sínum tíma, ekki síst í Austur-
Evrópu) var hún aldrei töluð á heimilinu.
Chomsky fékk að ýmsu leyti hefðbundið gyðinglegt uppeldi á banda-
rískan mælikvarða, lærði hebresku og sótti ýmis námskeið í þeim fræðum
á skólaárum sínum. I þeim bama- og unglingahóp var meðal annars Carol
Schatz (1930—2008), tveim árum yngri en Chomsky. Hún hefur sagt svo
frá (í viðtali í blaðinu The Pennsylvania Gazette 2001, sjá http://www.
upenn.edu/gazette/0701/hughessidebar.html) að á fýrstu unglingsárum
þeirra hafi Chomsky nú ekki verið aðalsjarmörinn í strákahópnum, frek-
ar lítill fyrir mann að sjá og algjör nörd. Þau kynntust þó smám saman
nánar og giftu sig þegar hún var aðeins 19 ára (1949), þá bæði við nám í
Pennsylvaníuháskóla. Carol var líka málfræðingur og fékkst einkum við
barnamál og kennsluaðferðir tengdar máli og málfræði í skólum. Þekkt-
asta verk hennar er líklega The Acquisition ofSyntax in Children From 5 to
10 (1969), en þar sýndi hún fram á að börn halda áfram að tileinka sér
setningafræðilegar reglur tungumálsins lengur en áður hafði verið talið.
Hún kenndi um langt skeið (1972-1997) við Menntavísindasvið Harvard-
háskóla (Harvard School ofEducation) og sagan segir að hún hafi drifið sig
í að ljúka doktorsprófi og sækja um stöðu á sjöunda áratug síðustu aldar
þegar þau hjónin óttuðust að Noam kynni að verða settur inn vegna
stjórnmálaafskipta sinna. Til þess kom þó aldrei og þrátt fyrir gagnrýni
sína á bandarísk stjórnmál og bandarískt eða vestrænt þjóðfélag hefur
Chomsky oft vísað til þeirra forréttinda sem flestir í þessum heimshluta
hafa þrátt fyrir allt og felast í því að geta látið skoðun sína í ljós án þess að
þurfa að óttast um líf sitt eða frelsi.
Noam Chomsky stundaði háskólanám við Pennsylvaníuháskóla og
fékkst þar einkum við heimspeki og málvísindi. Meðal kennara hans var
málvísindamaðurinn Zellig S. Harris, sem reyndar stofnaði málvísinda-
deildina þar, en hún er jafnan talin elsta deildin í Bandaríkjunum í al-
mennum málvísindum (stofnuð 1947, sjá www.ling.upenn.edu). Þaðan