Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 133
Hverer Noam Cbomsky...?
131
lauk Chomsky BA-prófi með málvísindi sem aðalgrein 1949 og MA-prófi
1951, en ritgerðir hans til BA- og MA-prófs fjölluðu um hebreska hljóð-
kerfisfræði. Doktorsprófi í málvísindum lauk hann svo frá Pennsylvaníu-
háskóla 1955, en hafði þá verið styrkþegi Harvard Society of Fellows frá
1951.1 framhaldi af þessu fékk hann svo starf við Massachusetts Institute
of Technology (MIT) í Cambridge, Massachusetts, og hefur starfað þar
síðan. Hann er nú prófessor emeritus en hefur þó komið að kennslu þar
fram að þessu. Hann hefur auk þess verið gistiprófessor eða gistifræði-
maður við fjölda háskóla og stofnana, er heiðursdoktor frá meira en 20
háskólum og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna. Þá er þess
oft getið að meira sé til hans vitnað en nokkurs annars núlifandi fræði-
manns.
3. Málfræðibylting Chomskys
3.1 T vair stoðir
Segja má að málfræðibylting Chomskys hvíli á tveim meginstoðum, sem
þó eiga sér sameiginlegar rætur. Sú fyrri er formleg (eða stærðfræðileg)
og hún er í raun aðalþemað í fyrstu bók Chomskys, Syntactic Structures
(1957). Sú síðari snýr að eðli málsins eða málkunnáttunni sjálfri og er
meira áberandi í bókum eins og Aspects ofthe Theoty of Syntax (1965) og
ýmsum síðari verkum. Hana mætti kalla efnislega því að hún varðar
viðfangsefni málfræðinga. Það er gagnlegt að reyna að skoða þessar stoðir
hvora í sínu lagi.
3.2 Formlega stodin
í Syntactic Structures lagði Chomsky megináherslu á að lýsa með formleg-
um hætti þeirri grundvallarstaðreynd að mannlegt mál er skapandi eða
sívirkt (e. creative) og ekki bara endanlegt kerfi tákna eða eininga eins og
formgerðarstefnumenn lýsa því yfirleitt. Þótt fjöldi grundvallareininga
mannlegs máls, til dæmis málhljóða og beygingarendinga, sé endanlegur,
getur tungumálið nýtt sér þessar einingar á óendanlega marga vegu. I
umræðum um þennan eiginleika málsins vísar Chomsky oft til þýska
fræðimannsins Wilhelms von Humboldt (1767—1835), en hann lagði ein-
mitt mikla áherslu á þennan eiginleika mannlegs máls og sagði að það væri
„eine Erzeugung“ fremur en „ein todtes Erzeugtes" eða „eine fertig dalie-
gende Masse“. Með því átti hann við að málið væri virkt og skapandi