Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 134
132
Höskuldur Þráinsson
fremur en einhver tilbúin afurð eða pródúkt (sjá t.d. umræðu Chomskys
um þetta í bókinni Cartesian Linguistics 1966, bls. 19—20; svipaða umræðu
má líka finna hjá Chomsky 1988 og víðar). Þetta er kannski mest áberandi
í setningagerð tungumála því auðvelt er að sýna fram á að fjöldi setninga
í mannlegum málum er ótakmarkaður eða óendanlegur þótt þær séu gerð-
ar úr endanlegum fjölda eininga.
Eitt aðalviðfangsefni fyrstu bókar Chomskys Syntactic Structures (1957)
er að sýna hvernig unnt er að lýsa ýmsum eiginleikum mannlegs máls
með reglum sem skilgreina á formlegan hátt, eða ala af sér (e. generate),
ótakmarkaðan fjölda setninga og gera þannig grein fýrir því meginein-
kenni mannlegs máls sem hér var lýst, það er sköpunarkrafti þess. Lítum
fýrst á einföld íslensk dæmi sem sýna þetta einkenni:
(l)a. Indriði hitti Sigrúnu við lækinn bakvið ásinn í dalnum handan
fjallsins austan ...
b. Sást þú hundinn sem elti köttinn sem veiddi músina sem át ostinn
sem ...
c. María segir að Jón haldi að Guðmundur hafi spurt hvort Helga viti
að ...
d. Ég kem þegar fundurinn er búinn nema ég þurfi að laga til af því
að ...
í fyrsta dæminu erum við með forsetningarliði (við l&kinn, bakvið ásinn, i
dalnum ...) sem hafa þann eiginleika að í hverjum þeirra er nafnorð sem
tekur með sér forsetningarlið sem inniheldur nafnorð sem tekur með sér
forsetningarlið o.s.frv. I öðru dæminu er tilvísunarsetning sem inniheld-
ur tilvísunarsetningu sem inniheldur tilvísunarsetningu sem ... Þriðja
dæmið sýnir svo fallsetningu (sú fýrsta er skýringarsetning sem hefst á
að) sem inniheldur aðra fallsetningu sem síðan inniheldur fallsetningu
o.s.frv. í fjórða dæminu koma síðan atvikssetningar hver á eftir annarri
(fyrst tíðarsetning með þegar, þá skilyrðissetning með nema o.s.frv.). Það
má framlengja öll þessi dæmi að vild, þ.e. það eru engin efri mörk á lengd
málsgreina af þessu tagi. Það merkir um leið að fjöldi setninga og máls-
greina í hverju máli er ótakmarkaður. Dæmin eru auðvitað ekki leiftrandi
af stílsnilld og það er áreiðanlega ekki algengt í samræðum að spinna
þráðinn á þennan hátt. En málnotendur eiga samt ekki í neinum erfiðleik-
um með að skilja dæmi af þessu tagi og þeir geta líka búið þau til. Mál-
fræðileg lýsing þarf að gera grein fyrir þessum eiginleika tungumála, eða
eins og Chomsky orðar það: Slík málfræði „mirrors the behavior of the
speaker who, on the basis of a finite and accidental experience with lang-