Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Síða 137
135
HvererNoam Chomsky...?
hefur alltaf litið svo á (líkt og áðurnefndur Wilhelm von Humboldt) að
endurkvæmnin (e. recursiveness) sé það sem öðru fremur greinir mann-
legt mál frá annars konar táknkerfum (sjá til dæmis grein eftir Hauser,
Chomsky og Fitch 2002) og lagt áherslu á að málfræðin eða málfræði-
kenningin þurfi að gera grein fyrir þessu. Um leið hefur formlega glíman
snúist um það að skilgreina mörk og samspil hinna einstöku þátta málfræð-
innar, svo sem hljóðkerfisfræði, beygingafræði, setningafræði og merking-
arfræði. I þessari leit að bestu formlegu framsetningunni hafa Chomsky og
aðrir nýtt sér ýmis hugtök, aðferðir og framsetningu úr stærðfræði og
rökfræði, eins og áður var nefnt. Þetta hefur leitt til þess að kjarni málsins
hefur oft dulist fyrir þeim sem ekki treysta sér til að setja sig inn í síbreyti-
legar formlegar aðferðir til að gera grein fýrir honum þótt hann sjálfur (þ.e.
kjarninn) hafi í raun haldist að mestu óbreyttur í áratugi.
33 Efnislega stoðin
Hin meginstoðin undir málfræðibyltingu Chomskys er sú áherslubreyt-
ing í viðfangsefnum sem hann innleiddi. Samkvæmt henni er viðfangsefni
málfræðinga fyrst og fremst að gera grein fýrir því hvað felst í því að
kunna mál, það er lýsa sjálfri málkunnáttunni (e. competence). Þar telur
hann sig meðal annars byggja á hugmyndum franska heimspekingsins
René Descartes (1596—1650), samanber heiti bókarinnar Cartesian Linguistics
(Chomsky 1966), en Descartes lagði meðal annars mikla áherslu á sér-
stöðu mannlegs máls andspænis þeim takmörkuðu og afmörkuðu táknum
og táknkerfum sem ýmis dýr hafa yfir að ráða.
Með þessari áherslubreytingu í viðfangsefnum málfræðinga sköpuð-
ust annars konar tengsl en áður höfðu verið milli málfræði annars vegar
og sálfræði, líffræði, læknisfræði, mannfræði, heimspeki og jafnvel fleiri
greina hins vegar. Rannsóknir á því hvernig börn tileinka sér málið fá til
dæmis nýtt málfræðilegt gildi þar sem þær geta varpað ljósi á eðli mál-
kunnáttunnar og sama er að segja um rannsóknir á málstoli (afasíu). Marg-
víslegar rannsóknir í sálarfræði eða málsálarfræði verða líka mikilvægar
fyrir málvísindamenn en ekki bara sálfræðinga því þær geta varpað ljósi á
eðli málkunnáttunnar. Eins fá margir mannfræðingar, líffræðingar og
erfðafræðingar, sem velta íyrir sér þróun mannsins og sérstöðu hans,
áhuga á því að kynna sér hugmyndir Chomskys um málið sem sérein-
kenni mannsins. Þessi þáttur í málfræðibyltingu Chomskys var kannski
ekki mjög miðlægur í Syntactic Structures (1957) en varð meira áberandi á
sjöunda áratug síðustu aldar og hann er í raun ennþá mikilvægari en sá