Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 138
136
Höskuldur Þráinsson
i
formlegi þáttur sem áður var lýst. í fyrstu lagði Chomsky megináherslu á
aðgreininguna milli málkunnáttu (e. competencé) annars vegar og mál-
beitingar (e. performance) hins vegar (sjá til dæmis Aspects ofthe Theoty of
Syntax 1965). Þessi áhersla á málkunnáttuna sem viðfangsefni málfræð-
inga hefur orðið til þess að nú er orðið málkunnáttufrtzdi oft notað í
íslensku um þessa tegund málfræði (sjá t.d. Höskuld Þráinsson 2005:
5-15)-
Síðar skerpti Chomsky á þessari áherslu á málkunnáttuna sem við-
fangsefni í bókinni Knowledge of Language — Its Nature, Origin and Use
(1986) með því að skilgreina svokallað innra mál (e. intemalized language,
I-language) sem meginviðfangsefni þeirra málfræðinga sem hafa svipaðar
áherslur og hann, andstætt því sem mætti þá kalla ytra málið (e. exter-
nal(ized) language, E-language). Innra málið er þá það mál sem málnot-
andinn hefur tileinkað sér og býr innra með honum og þetta hugtak er
þannig náskylt því sem hér framar var kallað málkunnátta. Verkefni
málfræðinga er þá að gera grein fyrir þessu innra máli, hvernig við getum
tileinkað okkur það og hvað felst í því að kunna það (sbr. áðurnefnt heiti
á bók Chomskys frá 1986). Við eigum hins vegar oft við ytra málið þegar
við tölum um tungumál en þó ekki alltaf. Þegar við segjum til dæmis
„Þetta er ekki til í mínu máli“ eða „í máli sumra er orðið rigningarskúr
karlkyns" eigum við í raun við þetta innra mál sem hver og einn hefur til-
einkað sér og getur verið breytilegt frá einum málnotanda til annars innan
ákveðinna marka. En þegar við tölum um „verndun íslenskrar tungu“ eða
segjum „Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein“ (úr kvæði eftir
Snorra Hjartarson) eigum við ekki við þetta innra mál heldur einhvers
konar sameign eða samsafn, málið séð utanfrá, ef svo má segja, en þessi
sameign er einmitt eitt af því sem Chomsky á við með hugtakinu ytrn mál
(sjá t.d. umræðu hjá Margréti Guðmundsdóttur hér í íslensku máli 2008
og hjá Höskuldi Þráinssyni 2009). Orðið tunga er nefnilega aldrei notað
um innra málið svokallaða.
Einn liður í því að átta sig á innra málinu og hvernig við tileinkum
okkur það er samkvæmt Chomsky sá að gera sér grein fyrir því hvaða ein-
kenni þess eru lærð (og þar með að einhverju leyti breytileg milli einstak-
linga og frá einu máli til annars) og hver byggja á almennum lögmálum
um eðli tungumála, það er því sem Chomsky hefur kallað algildismál-
fræði (e. universalgrammar, UG). Eitt mikilvægasta atriðið í kenningum
hans hefur nefnilega verið sú hugmynd að öll tungumál séu „eins“ í
grundvallaratriðum og „þekkingin" á því hvað gildir um öll tungumál sé
meðfædd (kenningin um innate ideas eða ‘meðfæddar hugmyndir’). Þessari