Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 141
139
Hverer Noam Chomsky...?
í málvísindum og upphaf hans (2007:1, leturbreyting HÞ): „It is concer-
ned with investigating the relationship between human language, the
mind and socio-physical experience. It [...] arose out of dissatisfiaction
with formal approaches to language ...“ — Loks má nefna þær deilur sem
hugmyndir Chomskys um algildismálfræði hafa vakið milli málvísinda-
manna, heimspekinga og málgerðarfræðinga (e. typologists). Ágæta vís-
bendingu um eðli þeirra má fá af því að lesa grein eftir Evans og Levinson
(20093) og skoða síðan viðbrögð ýmissa fræðimanna við henni. Sumir
gagnrýna hana harðlega (sjá t.d. Baker 2009, Freidin 2009, Pinker og
Jackendoff 2009, Pesetsky 2009, Rizzi 2009 og Tallerman 2009) en
aðrir lýsa stuðningi við þau sjónarmið sem þar er haldið fram (sjá t.d.
Croft 2009, Goldberg 2009 og Tomasello 2009, en einnig andsvör frá
Evans og Levinson 20090). Eins og þessar tilvísanir benda til má finna
þetta allt á einum stað (sjá ritaskrá hér á eftir).
Chomsky hefur auðvitað ekki sjálfur verið virkur rannsakandi í öllum
þeim undirgreinum málfræðinnar sem nú voru taldar, eða í þessum
blendingsgreinum málfræði og annarra fræða. Margir helstu fræðimenn
innan þeirra telja sig líka ósammála ýmsu af því sem hann hefur haldið
fram eða eru ósáttir við þær aðferðir sem hann hefur beitt. Hann hefur
hins vegar tekið þátt í umræðum um grundvallaratriði og aðferðafræði á
mörgum þessum sviðum. Þetta kemur m.a. fram í ýmsum viðtalsbókum
þar sem hann er þátttakandi (sjá t.d. Piattelli-Palmarini (ritstj.) 1980,
Chomsky 2004, Chomsky og Foucault 2006) og líka í ýmsum safnritum
og samantektum um hugmyndir hans og kenningar (sjá t.d. Smith 2004,
McGilvray (ritstj.) 2005). Auk þessa hefur hann svo fjallað um tengsl
máls og mannfrelsis (sjá t.d. Chomsky 1987, 1988; Smith 2004). Mikil-
vægast er þó að átta sig á því að það er í raun „málfræðibylting“ Chomskys
upp úr miðri síðastliðinni öld sem bjó til þann jarðveg sem áðurnefndar
undirgreinar og snertigreinar málvísindanna hafa síðan dafnað í. Sú bylt-
ing setti málnotandann og málkunnáttu hans í öndvegi og opnaði þannig
nj^jar víddir í málvísindum sem viðfangsefni og gaf færi á margvíslegum
tengslum við aðrar greinar. Það er því varla réttmætt að segja að Chomsky
fáist við mjög þröngt eða afmarkað svið innan málvísindanna.
5- Af hverju var Chomsky öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs 2011?
Þótt færa megi rök að því, eins og nú hefur verið gert, að Chomsky sé
áhrifamesti málfræðingur sem uppi hefur verið, hefði það trúlega ekki
dugað til þess að svo fjölbreytt fræðasvið sem Hugvísindasvið Háskóla