Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 142
140
Höskuldur Þráinsson
Islands hefði valið hann sem öndvegisfyrirlesara á aldarafmæli Háskólans
ef annað hefði ekki komið til. Chomsky er nefnilega ekki síður þekktur
sem samfélagsrýnir og samfélagsgagnrýnandi, eins og áður var nefnt. Hann
hefur gefið út fjölda bóka um þau mál, skrifað greinar og haldið fýrirlestra
um þau um allan heim, áreiðanlega oftar en um málfræðileg efni. I þess-
um skrifum og fýrirlestrum hefur honum orðið tíðrætt um samfélagslega
ábyrgð menntamanna, en það efni hefur einmitt verið ofarlega á baugi í
íslenskri umræðu undanfarin misseri.7 Að þessu leyti hefur hann algjöra
sérstöðu meðal núlifandi vísindamanna. Það er í raun með miklum ólík-
indum hvernig honum hefur tekist að vera virkur og áhrifamikill á sam-
félagslegum og pólitískum vettvangi víða um heim um leið og hann hefur
haldið áfram að þróa kenningar sínar um eðli mannlegs máls í áratugi.
Einn liðurinn í því er einstakur hæfileiki hans til þess að afla sér upp-
lýsinga, vinna úr þeim á kerfisbundinn hátt og hafa þær á hraðbergi. Þetta
kannast þeir ekki síst við sem hafa heyrt hann flytja fýrirlestra og svara
fýrirspurnum um pólitík og samfélagsmál, oft blaðalaust.
HEIMILDIR
Anderson, Stephen R. 2004. Doctor Dolittle's Delusion. Yale University Press, New
Haven.
Baker, Mark C. 2009. Language Universals: Abstract but Not Mythological. Athugasemd
aftan við grein Evans og Levinson 20093.
Bley-Vroman, Robert. 1989. What Is the Logical Problem of Foreign Language Learning?
Susan M. Gass og Jacquelyn Schachter (ritstj.): Linguistic Perspectives on Second
Language Acquisition, bls. 41—68. Cambridge University Press, Cambridge.
Chomsky, Carol. 1969. The Acquisition of Syntax in Children From 5 to 10. MIT Press,
Cambridge, Mass.
Chomsky, Noam. 1957. Syntactic Structures. Mouton, Haag.
Chomsky, Noam.1965. Aspectsofthe Theoiy of Syntax. MIT Press, Cambridge, Mass.
Chomsky, Noam. 1966. Cartesian Linguistics. A Chapter in the History of Rationalist
Thought. Harper and Row, New York.
Chomsky, Noam. 1968. Language andMind. Harcourt, Brace and World, New York.
Chomsky, Noam. 1972. Studieson Semanticsin Generative Grammar. Mouton, Haag.
Chomsky, Noam. 1973. Mál og mannshugur. Þýðandi Halldór Halldórsson, sem einnig
ritar inngang. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík. [= Language and Mind,
1968.]
7 Sýnishorn af þessum sjónarmiðum má finna í síðari hluta væntanlegrar bókar með
fyrirlestrum frá áðurnefndu Chomskynámskeiði (Höskuldur Þráinsson og Matthew
Whelpton (ritstj.), vaentanl.), en einnig í ýmsum yfirlitsritum og safnritum, t.d. Smith
2004 og McGilvray (ritstj.) 2005.