Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 147
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
„fara í skakkt á skurðinn“
Gamalt íslenskt ordatiltœki?
1. Inngangur1
I Sögunni afZadig eftir franska skáldið og heimspekinginn Voltaire, sem
Jón Oddsson Hjaltalín (1749—1835) þýddi úr dönsku, segir orðrétt (útg.
M.J. Driscoll 2006:70; leturbreyting hér):
(l) Hátídinn var haldenn med alskins glaum og glede, sem giprde hana
mpnnumm leínge minnis stæda, og Zadig sagde med síalfumm sier:
„Nú er eg loksins ordinn luckulegur." Enn hann fór híer í skackt á
skurdinn.
Af samhenginu má glögglega ráða að merking fara i skakkt á skurðinn er
nánast sú hin sama og skjátlast eða t.d. orðatiltækisins alkunna taka skakk-
anpólíhœðina sem er að finna hjá Jóni G. Friðjónssyni (2006:735—736) og
þar er merkingin einmitt sögð vera ‘skjátlast, verða á mistök’.
Sagan af Zadig eftir Voltaire birtist fyrst árið 1747 á frönsku undir heit-
inu Zadig ou la Destinée en íslensk þýðing Jóns Oddssonar Hjaltalíns er
byggð á danskri þýðingu Friedrichs Christians Eilschovs, Zadig eller Shzbnen,
En 0sterlandsk Historie, sem út kom 1750 og er prentuð í útgáfu M.J.
Driscolls (2006) á íslenskri þýðingu Jóns Hjaltalíns. Jón Oddsson Hjalta-
lín (1749—1835) var lengst af prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Enda
þótt hann hafi verið mikilvirkur rithöfundur og þýðandi birtust aðeins
sálmar hans á prenti meðan hans naut við. Mikið efni af ýmsum toga eftir
hann er að finna í handritum (Driscoll 2006:vii—xiv). Fram kemur hjá
M.J. Driscoll (20o6:xxx—xxxv), útgefanda sögunnar, að Jón hafi sleppt
ýmsu úr sögunni enda hafi hann ekki skilið hana.
1 Þakka ber Ásdísi R. Magnúsdóttur, Gunnlaugi Ingólfssyni, Haraldi Bernharðssyni,
Jóni G. Friðjónssyni og Jóni Axel Harðarsyni fyr'r aðstoð og ábendingar af ýmsum toga;
sömuleiðis ónafngreindum yfirlesurum. Einnig M.J. Driscoll sem veitti greinarhöfundi
tölvuaðgang að Sögunni af Zadig. Þess skal jafnframt getið að Pétur Halldórsson hjá RUV
á Akureyri spurðist fyrir um orðatiltækið í útvarpsþætti en hafði ekki árangur sem erfiði.
Honum ber líka að þakka.
Islensktmál33 (2011), 143-131. ©2011 íslemka tnálfraðifélagið, Reykjavík