Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 150
148
Margrét Jónsdóttir
En einkennin geta e.t.v. verið fleiri en hér hefur verið lýst. Cooper og
Ross (1975:71 o.áfr.) hafa fjallað um eðli parasambanda af ýmsum gerðum
í ensku. Þeir gera ráð fýrir að flokka megi samböndin í sjö meginflokka.
Enda þótt fara í skakkt á skurðinn sé ekki parasamband er forvitnilegt að
skoða það út frá viðmiðunum Coopers og Ross. Þá sést að það getur fallið
undir tvær viðmiðanir þeirra. Þar ber fýrst að nefna að fýrra höfuðorðið,
þ.e. skakkt, er styttra en það síðara, skurðinn. Jafnframt er nokkuð dæmi-
gert að lokhljóð skuli vera í bakstöðu fýrra orðsins en ekki þess síðara.4
3. Um fara ískakkt áskurðinn og önnur orðatiltæki
Eins og áður sagði hafa engar aðrar heimildir fundist um orðatiltækið fara
í skakkt á skurðinn en dæmið í (1). Þó er það svo að vert er að líta á nokkur
orðatiltæki sem varpað gætu ljósi á málið. Annars vegar eru það orðatiltæki
þar sem orðið skurður er höfuðorð, hins vegar eitt orðatiltæki þar sem
skakkt er sameiginlegur þáttur auk þess sem merkingin er ekki fjarlæg.
Byrjum á því síðarnefnda.
Orðatiltækið fara skakkt á skeiðinu ‘taka skakka stefnu, víkja af réttri
leið (í lífinu)’ er í bók Jóns G. Friðjónssonar (2006:744) ásamt þeirri
merkingarskilgreiningu sem hér er lýst.5 Jón rekur birtingarform orða-
tiltækisins sem kunnugt er frá 17. öld en segir að nútímaformið sé hins
vegar að finna í Nucleus latinitatis.6 Jón segir jafnframt og vísar þar til
Halldórs Halldórssonar (1954:326) um að líkingin sé komin af hesti á
gönuskeiði; raunar nefnir Halldór líka taumskakkan hest. En ljóst er að
skakkt eykur á hina neikvæðu merkingu orðatiltækisins.
Eiga orðatiltækin fara í skakkt á skurðinn og fara skakkt á skeiðinu eitt-
hvað sameiginlegt? Svarið er já. Það er merkingin svo og orðmyndin
skakkt. Ekki verður hins vegar séð að merkingartengsl séu á milli nafnorð-
anna skurður og skeið. En því er ekki að leyna að Jón Oddsson Hjaltalín
gæti sem best hafa þekkt bók nafna síns Árnasonar enda var Nucleus
latinitatis notuð lengi eða, með orðum Guðrúnar Kvaran (i994:xviii),
„a.m.k. fram undir miðja 19. öld“.
4 Fyrri viðmiðunin er númer eitt hjá Cooper og Ross. Sú síðari er byggð á þeim sem
númeraðar eru sex og sjö.
5 Jón benti greinarhöfundi á orðatiltækið. Það var einungis finnanlegt undir orðinu
skeið, ekki skakkur/skakkt.
6 Nucleus latinitatis kom fyrst út 1738. I bókinni, sbr. Jón Arnason (1994:391), stend-
ur (m.a.): „TOTA ERRARE VIA ad fara alldeiles galed, fara skackt a Skeidenu“.