Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Side 151
149
„fara í skakkt á skurðinn"
Víkjum þá að orðatiltækjum með orðinu skurður. Orðabók Björns
Halldórssonar var fyrst gefin út 1814; hér er hins vegar farið eftir útgáf-
unni frá 1992. Björn fæddist 1724 en lést 1794 eins og fram kemur í for-
mála Jóns Aðalsteins Jónssonar (i992:x—xi) að bókinni. Hann var því
átjándu aldar maður eins og Jón Hjaltalín, þó ívið eldri. Orðið skurður (bls.
434, skurdr) er í bókinni sýnt í þremur setningum; hugsanlega eru það tvö
orðatiltæki. Annars vegar skerast í skurðinn, hins vegar ganga í skurðinn.
Fyrra sambandið birtist í setningunni (stafsetning færð til nútíðarhorfs)
nú atlar aðskerast ískurðinn ‘nu begynder Saaret at rives op, bryde op igen’,
þ.e. ‘sárið ýfist upp’. Sambandiðganga ískurðinn birtist hins vegar á tvenn-
an hátt. Annars vegar stendur núgengur mikið ískurðinn sem er þýtt á lat-
ínu ‘multum impenditur, multa mactantur pecora’, þ.e. ‘mörgum sauðum
er slátrað’, en á dönsku ‘der gjpres store Bekostninger’, þ.e. ‘miklu er til
kostað’. A hinn bóginn hvað sem í skurðinn gengur, á latínu ‘qvicqvid per-
culi inciderit’, á dönsku ‘hvilken Fare der indtræffer’, þ.e. ‘hvaða háski sem
verður’.
Nafnorðið skurður er að finna í tveimur íslenskum orðatiltækjum hjá
Jóni G. Friðjónssyni (2006). Annars vegar í sem sauður tilskurðar (bls. 519
undir sauður) en þar merkir skurður augljóslega athöfnina sjálfa. Hins
vegar (bls. 778 undir skurður) e-ðgengur ískurðinn ‘e-ð eyðist, fer í súginn’.
Jón segir sambandið sjaldgæft og líka að til sé afbrigði með skörð. Jón veltir
merkingunni fýrir sér og telur líkinguna óljósa. Hann segir jafnframt að
ólíklegt sé að hún vísi til sauðfjárslátrunar eins og hjá Birni Halldórssyni
og minnst var á hér að framan.
En hvað skyldi fara í skakkt á skurðinn hafa merkt upphaflega? Það veit
enginn, kannski vegna skorts á heimildum; í sumum tilvikum duga þær
kannski ekki. En Gunnlaugur Ingólfsson hefur leitt hugann að málinu.
Hann veltir því fyrir sér hvort upphaflega merkingin sé verk sem rangt sé
staðið að, útskurður eða sundurhlutun holds, t.d. hvalskurður. Til hlið-
sjónar bendir hann á að það að rifa segl var áður kallað að hefla og það
stundum nefnt heflaskurður.7
Ekki fer hjá því að orð Gunnlaugs leiði hugann að áðurnefndum orða-
tiltækjum í bók Björns Halldórssonar. Annars vegar er það skerast í skurð-
inn, hins vegar ganga í skurðinn. I báðum tilvikum sýnist skurður vera í
eiginlegri merkingu. í sjálfu sér er ekkert á móti því að það eigi líka við um
skurð í fara í skakkt á skurðinn því hvort sem orðið skurður er í eiginlegri
merkingu eða vísar til sjálfrar athafnarinnar þá hverfast líkindin um orðið.
7 Úr tölvubréfi Gunnlaugs til greinarhöfundar 21. maí 2008; birt með leyfi bréfritara.