Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 152
15°
Margrét Jónsdóttir
I öllum tilvikum er sögnin hreyfingarsögn. Það skilur hins vegar á milli að
í fara í skakkt á skurðinn skiptir orðið skakkt höfuðmáli í þeirri neikvæðu
merkingu sem orðatiltækið hefur.
4. Lokaorð
Hér hefur verið dreginn saman örlítill fróðleikur um orðatiltæki sem ein-
ungis hefur fundist í einni ritaðri heimild frá öndverðri 19. öld. Hvergi er
á það minnst í orðabókum og orðasöfnum. Engin leið er að skýra hvers
vegna orðatiltækið hefur horfið úr málinu, a.m.k. ef marka má skráðar
heimildir. Kannski hefur það tengst öðrum orðatiltækjum eins og rætt var
hér að ofan. Það er þó alls ekki öruggt. Alveg er hugsanlegt að orðatiltækið
hafi verið smíði þýðandans, að hann hafi verið maður orðhagur. Eitt er þó
víst að upprunalegi textinn kallaði ekki á orðatiltæki enda var ekkert slíkt
í honum.
Nú vaknar sú spurning hvers vegna Jón Oddsson Hjaltalín kaus að
þýða einfalda setningu með orðatiltæki. Við því er ekkert svar annað en
það að Jón hefur viljað auðga texta sinn á einhvern hátt, blása í hann auknu
lífi. En jafnframt tókst honum að koma nútímalesandanum á óvart og
vekja forvitni hans. Og það er ekki lítils virði.
RITASKRÁ
Björn Halldórsson. 1992 (1814). OrðabóL íslemk — latnesk — dörnk Ný útgáfa. Jón Aðal-
steinn Jónsson sá um útgáfuna. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
Cooper, William E. og John Robert Ross. 1975. World Order. Papers on the Parasession on
Functionalism April 17, 1975, bls. 63—111. Chicago Linguistic Society, Chicago.
Driscoll, M.J. (útg.). 2006. Fjórar sögur fráhendi Jóns Oddssonar Hjaltalín. Stofnun Árna
Magnússonar á Islandi, Reykjavík.
Guðrún Kvaran. 1994. Inngangur. Sjá Jón Árnason 1994.
Halldór Halldórsson. 1954. Islenzk orðtök Drögað ranmóknum á myndhverfum orðtökum í
íslenzku. Isafoldarprentsmiðja, Reykjavík.
Islenskorðabók 2002. Ritstjóri Mörður Árnason. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Edda,
Reykjavík.
Jón Árnason. 1994 (1738). Nucleus latinitatis. Ný útgáfa. Guðrún Kvaran og Friðrik
Magnússon sáu um útgáfuna. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
Jón G. Friðjónsson. 1997. Ratur málsins. Föst orðasambönd, orðatilttzki og málshöittir i
íslensku biblíumáli. íslenska bókaútgáfan, Reykjavík.
Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Islensk orðatilt&ki, uppruni, saga og notkun. 2.
útgáfa, aukin og endurbætt. Mál og menning, Reykjavík.
Jón Aðalsteinn Jónsson. 1992. Formáli. Sjá Björn Halldórsson 1992.