Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 179
JÓHANNES GÍSLI JÓNSSON
Andmæli við doktorsvörn
Asgríms Angantýssonar
x. Inngangur
Doktorsritgerð Asgríms Angantýssonar, The Syntax of Embedded Clauses in Ice-
landicand Related Languages, fjallar um ýmis setningafræðileg fyrirbæri sem tengj-
ast aukasetningum í norrænum málum en höfundur beinir sjónum sínum einkum
að íslensku, færeysku, vestur-jósku og elfdælsku.7 Sem dönsk mállýska er vestur-
jóska í raun fulltrúi fyrir norræn meginlandsmál í ritgerðinni en íslenska, færeyska
og elfdælska eru þau norræn mál sem helst sýna fornleg einkenni í setningafræði.
Þær setningagerðir sem skipta mestu máli í umfjöllun Ásgríms eru V3-raðir,
kjarnafærsla, stílfærsla og leppsetningar. Höfundur hefur greinilega kynnt sér það
mikilvægasta sem hefur verið skrifað um viðfangsefnið á síðari árum og hann setur
niðurstöður sínar í samhengi við almennar hugmyndir um setningafræði og sér-
tækari kenningar um tilteknar setningagerðir.
Að mínum dómi liggur styrkur ritgerðarinnar þó fýrst og fremst í því að höf-
undurinn hefur viðað að sér geysimiklum gögnum um þau fyrirbæri sem ritgerðin
fjallar um. Þessi gögn eru niðurstöður úr spurningalistum og viðtölum sem náðu
til um 1600 málhafa á íslandi, 48 í Færeyjum, 52 í Álvdalen og 24 á Vestur-
Jótlandi. Þá studdist höfundur einnig við ýmis náttúruleg gögn um íslenskt mál,
þ.e. þrjú mörkuð tal- og ritmálssöfn og safn prófritgerða á grunn- og framhalds-
skólastigi. Það er því ekki annað hægt en dást að höfundi fyrir þann dugnað sem
hann hefur sýnt í efnissöfnun enda er ritgerðin mikil fróðleiksnáma fyrir áhuga-
menn um norræna setningafræði. Ritgerðin bætir ýmsu við þekkingu okkar á
orðaröð í norrænum aukasetningum og fram hjá henni verður ekki litið í rann-
sóknum á því efni á næstu árum og áratugum.
Niðurstöður ritgerðarinnar byggjast að miklu leyti á prófsetningum sem mál-
hafar í fjórum löndum voru beðnir að dæma en höfundur gerir glögga grein fyrir
aðferðafræði sinni og efnissöfnun í kafla 2.4 og ræðir þar kosti og galla ýmissa
rannsóknaraðferða í setningafræði. Prófsetningarnar þjóna markmiðum höfund-
arins vel og tölfræðilegar niðurstöður sem þeim tengjast eru settar fram á skýran
7 Það sem hér fer á eftir nokkur helstu efnisatriði sem spumingar mínar og athuga-
semdir við doktorsvörn Ásgríms Angantýssonar snerust um. Ég var ekki með nákvæmlega
skrifað handrit við vörnina heldur fjallaði um efnið út frá punktum og leitaði eftir
viðbrögðum frá doktorsefni jafnóðum. Þessi uppskrift er því ekki orðrétt, einhverju er
sleppt og öðru bætt við sem ekki komst að í vörninni.
Islenskt máÍ33 (2011), 177-181. © 2011 íslenska málfraðife'lagið, ReykjavíL