Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 180
i78
Jóhannes Gíslijónsson
hátt. A heildina litið er úrvinnsla gagna mjög skipuleg og markviss og því er óhætt
að segja að hin empíríska hlið ritgerðarinnar sé mjög sterk.
Hins vegar er því ekki að neita að prófsetningar og umræður um þær eru svo
fyrirferðarmiklar í ritgerðinni að hin fræðilega greining verður ansi snubbótt víða.
Þetta sést vel í köflum 3—5 en þeir fjalla um V3-raðir, kjarnafærslu í aukasetning-
um, stílfærslu og leppsetningar. Uppistaðan i öllum þessum köflum er umfjöllun
um prófsetningarnar og dóma málhafa um þær en stutt fræðileg greining á helstu
niðurstöðum kemur undir lokin. I kafla 7 er þó reyndar aðeins bætt fyrir þetta,
einkum að því er varðar kjarnafærslu í aukasetningum. I fræðilegum ritgerðum
þarf að vera náið samspil milli gagna og fræðilegra ályktana og þá helst þannig að
gögnin séu notuð til að styðja eða hrekja tiltekna greiningu. I köflum 3—5 er hins
vegar eins og gögnin hafi öðlast sjálfstætt líf og þar með óháð allri greiningu.
Það skiptir líka máli í þessu sambandi að kaflar 1 og 2, inngangskaflar rit-
gerðarinnar, eru fremur óljósir. Það er góð regla, sem á sérstaklega við í löngum
ritgerðum, að setja fram mikilvægustu niðurstöðurnar strax í upphafi því þannig
veit lesandinn hvert ferðinni er heitið og getur þá einbeitt sér að því að vega og
meta þá röksemdafærslu sem boðið er upp á. Höfundur fylgir ekki þessari reglu
en þess í stað telur hann upp sex fræðikenningar sem hann segist ætla að meta í
ritgerðinni (sjá bls. 52). Sumar þessara kenninga eru vissulega mikilvægar og um-
deildar en aðrar eru það miklu síður og fá því litla umfjöllun. Sem má nefna þá
viðteknu kenningu að kjarnafærsla sé færsla í ákvæðisliðarsæti í tengilið (TL á
íslensku, CP á ensku) eða annað ákvæðisliðarsæti á „tengiliðarsvæðinu“ (CP-
domain). Þessi kenning er nánast óhjákvæmilega rétt út frá ýmsum forsendum í
nútímasetningafræði enda gerir höfundur ekki neina tilraun til að prófa hana í
samanburði við aðrar hugsanlegar kenningar um kjarnafærslu.
Hér að neðan verður fjallað stuttlega um þrjú mikilvæg atriði í ritgerðinni,
fræðilegar forsendur, kjarnafærslu í aukasetningum og stílfærslu. Þessi umfjöllun
ætti að skýra þau sjónarmið sem fram koma hér að ofan og jafnframt að gefa betri
hugmynd um viðfangsefni ritgerðarinnar og efnistök höfundar.
2. Fræðilegar forsendur
í kafla 2.2 ræðir höfundur þær fræðilegu forsendur sem liggja ritgerðinni til grund-
vallar en þær byggjast á hugmyndum málkunnáttufræðinnar (e. generativegramm-
ar). Þessi umfjöllun er að mörgu leyti góð og sýnir að höfundur er vel heima í
fræðilegum skrifum um viðfangsefni sitt. Það er þó tvennt sem tengist kafla 2.2
og mér finnst ástæða til að ræða hér.
I fyrsta lagi má greina talsverða íhaldssemi höfundar gagnvart nýlegum straum-
um í setningafræði en hann hafnar ýmsum mikilvægum hugmyndum sem hafa
komið fram á síðustu árum innan málkunnáttufræðinnar. Ein slík hugmynd er sú
að hausafærsla í hefðbundnum skilningi sé ekki til þar sem hún brjóti gegn útvíkk-
unarskilyrðinu svokallaða (Extension Condition). Höfundur heldur þó fast við eldri