Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 182
i8o
Jóhannes Gísli Jónsson
spor annarra fræðimanna, er kjarnafærsla best í skýringarsetningum sem fela í sér
staðhæfingu eins og (ía). Fyrir suma málhafa virðist líka skipta máli hvort sann-
leiksgildi skýringarsetningarinnar er forskilyrt (presupposed) og fyrir enn aðra mál-
hafa skiptir hvorugur þessara merkingarþátta máli. Höfundur telur að allar
skýringarsetningar hafi sömu formgerð og í henni sé sérstakt pláss fyrir kjarna-
færða liði (þ.e. ákvæðisliðarsæti i kjarnalið, TopicP) en þeir merkingarþættir sem
nefndir voru hér að ofan hafi áhrif á það hversu góð kjarnafærslan er.
Þetta er ágætt svo langt sem það nær en ég sakna þess að höfundur skuli ekki
útskýra betur hvað felst í áðurnefndum merkingarþáttum og hvernig hægt er að
sannreyna að þeir séu til staðar í tilteknum skýringarsetningum. Það er heldur
engin umræða um önnur setningafræðileg fyrirbæri sem gætu varpað ljósi á innri
gerð ólíkra skýringarsetninga, t.d. háttanotkun eða færslu út úr skýringarsetn-
ingum. Höfundur hefur því engin sjálfstæð rök fyrir þeirri hugmynd að allar
skýringarsetningar hafi sömu formgerð, óháð sögn í móðursetningu. Þá eru mjög
takmarkaðar upplýsingar veittar um það hversu mikill breytileiki er í dómum um
kjarnafærslu í aukasetningum. Þannig hefði verið mjög fróðlegt að sjá hversu
mörg málkerfi búa að baki dómum íslenskra málhafa um þessa setningagerð því
höfundur er sannarlega með næg gögn til að varpa ljósi á það.
Höfundur fjallar einnig um kjarnafærslu í tilvísunarsetningum, atvikssetning-
um og óbeinum spurnarsetningum (sjá bls. 218—226). Þar sem niðurstöður hans
fýrir íslensku, færeysku, elfdælsku og vestur-jósku eru þær sömu og í mörgum
öðrum málum má segja að gögnin kalli ekki á nýja greiningu. Höfundur ræðir
hugmyndir sem aðrir fræðimenn hafa sett fram til að útskýra hvers vegna kjarna-
færsla er yfirleitt ótæk í slíkum setningum en tekur ekki afstöðu til þeirra nema
að því er varðar tilvísunarsetningar (sjá bls. 220).
Könnun höfundar leiðir í ljós að yngsti hópur íslensku málhafanna samþykk-
ir mun síður stílfærslu og kjarnafærslu í aukasetningum en elsti hópurinn. Þetta
er sannarlega áhugaverð niðurstaða en eins og höfundur bendir réttilega á má túlka
hana á tvennan hátt:
a. Sem vísbendingu um málbreytingu sem komin er af stað hjá ungum mál-
höfum.
b. Sem afleiðingu af því að eldri málhafar eru líklegri en yngri málhafar til að
samþykkja setningar sem tilheyra formlegu málsniði.
Seinni skýringin helgast af því að kjarnafærsla, og þó einkum stílfærsla, koma
frekar fyrir í formlegu en óformlegu málsniði enda hefur höfundur gögn sem
styðja það. Höfundur treystir sér þó ekki til að velja á milli þessara tveggja
skýringa en þetta er greinilega verðugt rannsóknarefni fyrir framtíðina.