Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Síða 191
Ritdómar
189
möguleika (spurningum úr skoðanakönnuninni var þó svarað munnlega). Þátt-
takendurnir voru hins vegar svo fáir, 24, að oft stoðar lítið að beita marktektar-
prófum á niðurstöðurnar. Höfundur notar heldur ekki niðurstöður skriflega hlut-
ans á þann hátt því að viðtölin nýtir hann einkum til að varpa ljósi á svörin við
skriflegu spurningunum.3
Ekki verður betur séð en að viðtölin hafi verið hálfstöðluð (e. semistructured
interviews, in-depth interviews-, sbr. t.d. Esterberg 2002:87—89) — viðmælendurnir
voru spurðir staðlaðra spurninga en að öðru leyti hafði spyrjandi nokkuð frjálsar
hendur og þurfti þannig ekki að fylgja handriti stranglega. Þegar hann fylgdi stöðl-
uðu spurningunum eftir (e. follow-up questions) var ekki áhersla lögð á að allir
fengju eins orðaðar spurningar sem ekki mátti endurorða ef eitthvað var óljóst.
Fjallað er nánar um viðtölin í 3. hluta hér fyrir neðan.
En hvenær á það við að beita eigindlegri rannsóknaraðferð? Það getur t.d. verið
gagnlegt þegar „við viljum skilja hlutina dýpri skilningi en megindlegar aðferðir
leyfa“ (Sigurlína Davíðsdóttir 2003:227). Það er einmitt tilgangur höfundar: að
öðlast dýpri skilning á viðhorfum til tökuorða, nýyrða og erlendra áhrifa á málið
(bls. 10). Skal hér sýnt dæmi sem skýrir þetta.
Einn aðalhvatinn að verkefninu var að málnefndirnar í hverju landi hefðu gögn
um viðhorf málnotenda til aðkomuorða og gætu nýtt sér þau þegar því væri svarað
hvernig bregðast ætti við auknum enskum áhrifum (Hanna Óladóttir 2005:10). í
megindlegu skoðanakönnuninni, (íe-i), studdi meirihluti það að búa til ný íslensk
orð í staðinn fyrir ensk orð sem koma inn í málið (64% voru algjörlega eða frekar
sammála, sbr. Kristján Arnason 2005:136). Hvernig á svo að túlka þessar niður-
stöður? Sýna þær að Islendingar séu almennt hlynntir hreintungustefnu? Rann-
sókn Hönnu sýnir að málið er ekki svo einfalt. Mikill meirihluti, 18 af 24, sagðist
algjörlega eða frekar sammála því að búa til ný íslensk orð en í viðtölunum kom
fram að viðmælendur voru þó ekki hrifnir af boðum og bönnum. Hanna dregur
þá ályktun að það sé ekki jarðvegur fyrir „harða“ hreintungustefnu á Islandi (kafli
4.2.3 hjá Hönnu Óladóttur 2005, 2009). Hér sést hvernig eigindleg rannsókn
getur skýrt megindlegar niðurstöður.
Rannsóknarspurningamar eru settar fram í inngangi (bls. 11—12; hér er notast við
orðalag Hönnu Óladóttur (2005:16—18) í M.A.-ritgerð hennar eftir þvi sem við á):
(2)a. Hvernig bregst íslenskt málsamfélag við erlendum máláhrifum, með sér-
stöku tilliti til aðkomuorða úr ensku?
b. Viðhorf almennra málnotenda til tungumálsins mótast vafalaust af opin-
berri málstefnu en aftur á móti getur opinber málstefna líka endurspeglað
3 Þess má geta að viðtölin voru umrituð, orð fyrir orð. Þar sem vísað er orðrétt til
viðmælenda eru orð þeirra oftast afmörkuð skilmerkilega í meginmáli. Þá er þýðing á
norsku í meginmáli en íslenska, þ.e. það sem viðmælendurnir sögðu í raun og veru, í
neðanmálsgrein. Undantekningar frá því að íslenska sé látin fylgja með em þegar norska
þýðingin er felld inn í meginmálið innan gæsalappa. Dæmi um þetta er á bls. 118.