Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 194
192
Ritdómar
staða innan fyrirtækis (y-ás)
framleiðsla (x-ás) vörur
yfirmenn
A B
D C
undirmenn
þjónusta
Mynd 1. Lífsstílslíkanið
Þegar viðmælendur eru valdir á grundvelli fyrri breytunnar, stöðu innan fyrirtæk-
is, má gera ráð fyrir því að yfirmenn hafi hærri tekjur en undirmenn. Þá má einnig
búast við því að menntun yfirmanna sé almennt meiri en undirmanna. Yfir-
mennirnir í viðtölunum áttu enda að vera vel menntaðir millistjórnendur. I skoð-
anakönnuninni, sbr. (íe-i), sem 801 tók þátt í (Kristján Arnason 2005, 2006),
reyndist t.d. marktækur munur á viðhorfum til ensku eftir tekjum þátttakenda
annars vegar og menntun hins vegar (Kristján Árnason 2005:117-120) og því
kjörið að gera eigindlega rannsókn sem tekur að nokkru leyti mið af þessu.
Fyrirtækin áttu annars vegar að vera gamalgróin og hefðbundin (viðmælendur
í hópum A og D) en hins vegar nútímaleg (hópar B og C). Gengið var út frá því
að „stíll“ fyrirtækjanna endurspeglaði að einhverju marki lífsstíl viðmælendanna.
Samanlagðar áttu þessar tvær breytur lífsstílslíkansins þannig að hafa viss spá-
dómsgildi um viðmælendurna í hverjum hópi. í (4) getur að líta hvernig skipu-
leggjendur í verkefninu hugsuðu sér að dæmigerðir viðmælendur ættu að vera á
grundvelli lífsstílslíkansins (Hanna Óladóttir 2005:41—42, 2009:34):
(4)a. Hópur A: Verkfræði- eða viðskiptafræðimenntaður millistjórnandi í fram-
leiðslu- eða flutningsfyrirtæki, t.d. útgerðarfyrirtæki.
b. Hópur B: Vel menntaður millistjórnandi í nútímalegu þjónustufyrirtæki
sem á í erlendum samskiptum, það getur t.d. verið í auglýsinga-, tölvu- eða
fjölmiðlageiranum.
c. Hópur C: Afgreiðslumaður hjá matvörukeðju eða í banka.
d. Hópur D: Starfsmaður í verksmiðju hjá hefðbundnu framleiðslufyrirtæki.
Viðmælendur skyldu vera á svipuðum aldri, 25—35 (sá yngsti var 27 ára, sá elsti
36). Þetta aldursbil varð fyrir valinu vegna þess að það var talinn kostur að þátt-
takendur væru á því skeiði lífs síns að þeir hefðu lokið námi, væru komnir á
atvinnumarkaðinn og farnir að vinna að því að ná settum takmörkum og mark-
miðum í lífinu. Þessi aðferð við val á viðmælendum gerir það að verkum að ekki
er hægt að bera saman niðurstöður eftir aldri — þær eru eingöngu vitnisburður
um viðhorf 25-35 ára íslendinga. Þar sem rætt var við tiltölulega fáa málnotend-
ur og vegna þess að breytan aldur liggur ekki til grundvallar breytunum í lífs-
stílslíkaninu er kostur að áhrif þessa þáttar séu útilokuð, þ.e.a.s. með því að halda