Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 195
Ritdómar
193
ákveðnum breytum föstum verður úrtakið einsleitara að öðru leyti en þáttunum
í líkaninu.
Sumir teldu e.t.v. aðra þætti skipta meira máli en þá sem tilgreindir eru í lífs-
stílslíkaninu, svo sem áðurnefndan aldur. Aðferðirnar eru aftur á móti skýrar og
úthugsaðar. Það er mikill kostur að hugsanleg gagnrýni beinist þá fyrst og fremst
að því hvort aðrar aðferðir eða líkön hefðu verið heppilegri en ekki t.d. að því að
val á þáttum við úrvinnslu sé tilviljanakennt.
Þegar rannsóknargögnunum hafði verið safnað og viðtölin höfðu verið umrit-
uð ákvað Hanna að nýta sér grundaða kenningu (e. grounded theorý) við greiningu
á gögnunum (t.d. Glaser og Strauss 1967; Strauss og Corbin 1990). Hanna Björg
Sigurjónsdóttir félagsfræðingur benti henni á aðferðina en hún er talsvert notuð í
félagsvísindum, einkum í eigindlegum rannsóknum, en þó telja Glaser og Strauss
(1967:18) að oft sé nauðsynlegt að styðjast við bæði eigindleg og megindleg gögn
og það gerir Hanna Óladóttir einmitt. Þegar aðferðin er notuð er beitt aðleiðslu
(e. induction) en meginhugmyndin er sú að tilgátur skuli eiga uppruna sinn í gögn-
unum en rannsakandi eigi ekki að setja fyrst fram tilgátu, skoða svo gögnin og
leita að dæmum tO staðfestingar tilgátunni (Glaser og Strauss 1967:5). Þetta er það
sem Hanna leitast við að gera.
Óheppilegt er hve seint var gripið til þess að nota aðferðina og gerir Hanna sér
það ljóst (sjá umræðu um þetta og aðferðina á bls. 49—51). Strauss og Corbin
(1990:26) leggja áherslu á að rannsóknarmenn tileinki sér aðferðir grundaðrar
kenningar og beiti þeim. Þau segja enn fremur að fyrstu viðtölin skuli umrituð og
greind áður en fleiri eru tekin (Strauss og Corbin 1990:30). Þessu var ekki fylgt
eins og gefur að skilja. Hefði Hanna ákveðið að nýta sér aðferðina fyrr hefði það
líklega stangast á við aðferðir hinna í verkefninu og það hefði getað torveldað
samanburð á málsamfélögum á Norðurlöndum.
4. Rannsóknin
Kaflanum um greiningu niðurstaðna er skipt í þrennt en í grófum dráttum er
skiptingin sem hér segir. í fyrsta lagi er rætt um mikilvægi ensku og viðhorf til
hennar (kafli 4.1). í öðru lagi er rætt um íslenska málrækt (4.2) og í þriðja lagi um
nýyrði og aðkomuorð (4.3). Undirkaflarnir skiptast þannig í meginatriðum að í 4.1
er rætt um tungumál í menntakerfinu (^b), alþjóðleg tungumál (30) og umdæmis-
vanda (3d); í 4.2 um aðkomuorð og notkunarsvið (^e) og málpólitík (3g); og í 4.3
um orðaforða og orðanotkun óf), einnig um aðkomuorð og notkunarsvið (j,t) líkt
og í 4.2. Mismunandi hlutar skoðanakönnunarinnar eru svo notaðir í öllum þrem-
ur undirköflunum.
í rannsókninni kom margt áhugavert í ljós en niðurstöðurnar verða ekki rakt-
ar hér, þær eru allt of umfangsmiklar til þess, en hér fyrir neðan í umræðunni um
rannsóknina og greiningu höfundar er minnst á nokkrar af mikilvægum niður-
stöðum hans.