Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 197
Ritdómar
195
Þegar megindleg könnun er gerð, sbr. Gallup-könnunina, og úrtak valið handa-
hófskennt, t.d. úr Þjóðskrá, er aftur á móti hægt að draga áreiðanlegar ályktanir
um þýðið. I þessu tilfelli væri það málsamfélagið. Með því að fá viðmælendur í
eigindlegu rannsókninni til að svara sömu spurningum og þátttakendur í Gallup-
könnuninni var hægur vandi að bera saman svörin og þannig myndaðist tenging
milli verkefnishluta (íe-i) og (íe-ii). Talið var mikilvægt að ekki væri tölfræðilega
marktækur munur á úrtaki Gallup-könnunarinnar og 24 manna úrtaki Hönnu, ef
hann væri það alltaf væri samanuburðurinn á þáttum (le-i) og (le-ii) marklaus (bls.
39). Munurinn reyndist hins vegar einungis í einu tilfelli vera marktækur og eru
þá meiri líkur til þess að úrtak Hönnu sé að ýmsu leyti tiltölulega dæmigert fýrir
íslenskt málsamfélag.
Þegar svör eru skoðuð m.t.t. kyns þátttakenda er oft augljóst að ekki er töl-
fræðilega marktækur munur á kynjunum. Megindleg gögn höfundar geta þá
einungis gefið vísbendingar. Lítill munur var á því í könnun Hönnu hvernig
karlar og konur mátu enskukunnáttu sína (bls. 57). Hér er gott að bera niður-
stöðurnar saman við stærri kannanir og það gerir Hanna. Hún ber þær saman
við niðurstöður Tungumálakönnunar (2001) en þar var munurinn ekki mark-
tækur (bls. 57). Slíkt hefði höfundur hins vegar getað gert oftar en þá hefði verið
tilvalið að bera niðurstöðurnar saman við Gallup-könnunina þegar það var
hægt.6 Sem dæmi má nefna viðhorf til ensku á vinnustað. Hanna bendir á mun
á því hvernig kynin svöruðu: engin kona var jákvæð, ein hlutlaus en hinar ellefu
neikvæðar. Sex karlar voru hins vegar jákvæðir og sex neikvæðir (bls. 63). Þegar
Fisher-prófi (e. Fisher’s exact test) er beitt á þessar niðurstöður kemur í ljós að
munurinn á körlum og konum í úrtaki Hönnu er marktækur við 95% mark-
tektarmörk (til einföldunar, sem í felst að vísu ónákvæmni, er hér svarmögu-
leikanum hvorkiné sleppt og þar með konunni sem þannig svaraði):7
jákvæð(ur) neikvæð(ur)
karlar 6 6
konur O 11
Tafla 1. Spurning í skoðanakönnuninni (rannsókn Hönnu): Hvert er þitt viðhorf
til þess að vinnumálið í íslensku fýrirtæki eða stofnun væri enska? Ertu jákvæð(ur)
eða neikvæð(ur) gagnvart því?
6 Til fróðleiks skal hér bent á að í viðauka Kristjáns Árnasonar (2005) er gefið yfirlit
yfir hvernig svörin í Gallup-könnuninni dreifðust eftir mismunandi félagsbreytum, t.d.
kyni og aldri; sjá einnig viðauka um ísland í Kristiansen og Vikpr (ritstj.) (2006:215-217).
7 p-gildi = 0,014. Það eru minna en 5% líkur (1,4%) á því að dreifingin sé tilviljun.
Þess má geta að Fisher-prófi er einkum beitt þegar úrtak er lítið og þess vegna er því beitt
hér frekar en kí-kvaðratprófi.