Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Síða 198
196
Ritdómar
Þetta er áhugaverð niðurstaða sem gefur sterkar vísbendingar um mun á kynjun-
um.8 Hún verður enn áhugaverðari þegar í ljós kemur að í skoðanakönnuninni
voru karlar sömuleiðis jákvæðari að þessu leyti en konur (Kristján Arnason 2005:
130):
jákvæð(ur) neikvæð(ur) hvorki né
karlar 16,3% 72,8% 11,0%
konur 6,3% 86,3% 7.4%
Tafla 2. Spurning í skoðanakönnuninni (Gallup): Hvert er þitt viðhorf til þess að
vinnumálið í íslensku fyrirtæki eða stofnun væri enska? Ertu jákvæð(ur) eða nei-
kvæð(ur) gagnvart því?
Með þessar niðurstöður í huga verður mikilvægara að greina mismunandi ummæli
karla og kvenna í viðtölunum.
Til viðbótar skoðanakönnuninni mætti nefna að e.t.v. hefði verið vert að bera
niðurstöður höfundar saman við niðurstöður grímuprófsins, sbr. (íe-iii), en þó
verður að hafa i huga að það mun ekki hafa heppnast sem skyldi á íslandi (Hall-
dóra Björt Ewen og Kristiansen 2006:46). Þá ber að líta til þess að ritinu virðist
fyrst og fremst ætlað að greina frá niðurstöðum úr einum verkþætti fyrir eitt til-
tekið tungumál, íslensku, en Hanna Óladóttir (2005:14) bendir á að það sé ekki
síst samspil aðferðanna þriggja við að rannsaka viðhorf, sbr. (íe), sem geti gefið
skýrasta mynd af viðfangsefninu.
Þegar þetta er ritað hafa ekki allar bækur ritraðarinnar verið gefnar út. Eftir
því sem ég kemst næst á eftir að gefa út fjórar bækur, þ. á m. nokkurs konar heildar-
yfirlit eða lokaskýrslu í verkefninu. Það kann því vel að vera að samanburður á
niðurstöðum með mismunandi rannsóknaraðferðum verði gerður síðar. Full ástæða
væri til þess, efnið er áhugavert og ekki síður rannsóknaraðferðirnar.
5. Lokaorð
Hér hefur verið reynt að varpa ljósi á þá þætti rannsóknar og úrvinnslu Hönnu
Óladóttur sem ritdómari telur einna áhugaverðasta en jafnframt mikilvægasta. Rit
Hönnu byggir á ígrundaðri og vel framkvæmdri rannsókn — hér hefur verið
vandað til verka. Þá ber að leggja áherslu á gríðarlega vinnu sem lögð var i rann-
8 Hins vegar er mjög mikilvægt að hafa í huga að það fer ekki mjög vel saman annars
vegar að beita marktektarprófum, líkt og ég geri hér, og draga af þeim almennar ályktanir
um þýðið og hins vegar að stýra því hvernig úrtakið er samansett. Ef tilteknir þjóðfélags-
hópar eru fyrirfram útilokaðir getur úrtakið ekki verið dæmigert fyrir þýðið, hér málsam-
félagið — þetta felur þá í sér úrtaksskekkju (e. sampling error). Það verður því augljóslega
að taka niðurstöðu marktektarprófsins með fyrirvara.