Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Síða 203
Ritdómar
201
hafi borið nafnið síðan þess er getið í Landnámu sem föðurnafns tveggja land-
námsmanna, enda er nafnið á mannanafnaskrá og öll slík nöfn eru tekin upp nú,
sbr. inngang NI2 bls. 9. Barbára hefur bæst við sem sérstök fletta (ritháttur af
Barbara).
Drjúgur meiri hluti nafnanna (í kringum 40 nöfn) er nýr af nálinni — nöfnin
sögð „ung“ eða „fremur ung“ — og allmörg (14 nöfn) hafa aldrei verið notuð hér á
landi, svo vitað sé til, en eru ýmist á mannanafnaskrá eða á skrá um millinöfn.
Raunar er svo að fjórðungur hinna nýju nafna er millinöfn og er ekki sagt berum
orðum hvort þau eru komin í notkun sem slík eða ekki. Um tvö millinafnanna,
Ben og Borgdal, er sagt að þau séu einnig borin sem fyrra (Ben, fjórir nafnberar)
eða síðara (Ben, 54 nafnberar, Borgdal, einn nafnberi) eiginnafn karls. Hefði e.t.v.
mátt gera þeim (a.m.k. Ben) hærra undir höfði og gefa þeim frumskilgreininguna
eiginnafn á svipaðan hátt og nafnið Berg er bæði tilgreint sem slíkt (þar að vísu sem
ritháttur nafnsins Bergur) og sem millinafn (bls. 109). Þess má geta að um milli-
nafnið Berg er sagt að á bak við það liggi nafnorðið berg ‘klöpp’ (bls. 109), en ætli
ekki megi eins vel halda því fram að fyrirmyndin sé einfaldlega eiginnafnið Bergur,
án nokkurrar umhugsunar um klappir?
Bakkdal (mn.) Berg (mn.) Bjarg (mn.) Björnólfur Brestir
Bakkmann (mn.) Bergheiður Bjargar Blanka Brim (mn.)
Bald (mn.) Bergholt (mn.) Bjargdís Bláey Brimi
Bambi Bergland (mn.) Bjarglind Bláfeld (mn.) Brit
Barbára Bergrán Bjarma Blómkvist (mn.) Britt
Barri Bernódía Bjarnaþórey Blævar Britta
Bassí Bertram Bjarndal (mn.) Boghildur Brían(n)a
Begga Betanía Bjarnfjörð (mn.) Borgdal (mn.) Brynný
Bekan Bil Bjarnharður Borgdís Búri
Ben (mn.) Bill Bjartmey Borgúlfur Bæron
Beníta Birtna Bjólan Bói
Benjamína Bíldfells (mn.) Bjólfur Brekkmann (mn.)
Tafla 1: Ný nöfn í stafkafla B í NÍ2. Millinöfn eru auðkennd með „mn.“.
Merkingar- og upprunaskýringar mannanafna eru vandasamar og það er a.m.k. álit
undirritaðs að stundum sé vænlegt að skoða form, hefðir og fyrirmyndir áður en
gripið er til merkingar. Óþarfi virðist að vera svo varkár að telja einungis að milli-
nafnið Bjamfjörð „virðist" lagað eftir örnefninu Bjamarfjörður (bls. 123); varla
getur þar verið um aðra orðmyndun að ræða, sem fellur í öllu að þeirri reglu sem
gildir um myndun flestra íbúaheita (og lýsingarorða) af staðarheitum og felur í sér
brottfall beygingarendingar (í sumum tilfellum annarra orðliða, oftast morfema) í
grunnorðinu á undan síðara lið (Bjamarfjörður -» Bjamfirðingur, bjamfirskur
o.s.frv.). Svipaða varkárni er að finna í umsögn um Blómkvist þegar sú (vafalaust