Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Blaðsíða 204
202
Ritdómar
hárrétta en varfærna) ályktun er dregin að það sé „hugsanlega" lagað eftir erlendu
ættarnafni (bls. 130). Við nafnið Bersabe (bls. 115) er ekki getið um ritmyndina
Bessabe (og svo er ekki heldur í NÍi) sem þó er vel þekkt — svo hét t.d. langafa-
systir mín Bessabe Halldórsdóttir. Þess má geta að við nafnið Bjamfreður er nú sér-
staklega tekið fram að engin dæmi séu um að það hafi verið notað sem kven-
mannsnafn (bls. 123). Þessi gagnlega og tímabæra athugasemd er vafalaust til
komin eftir vinsæla sjónvarpsþætti og gamanmynd um Georg Bjarnfreðarson sem
þar er kenndur við móður sína.
I stafkafla K, bls. 362—388, hafa engin nöfn verið fjarlægð í nýju útgáfunni, t.d.
ekki Kjölvör, Kjalvör sem ekki eru þekkt dæmi um síðan á ritunartíma Bárðar
sögu Snæfellsáss og Víglundar sögu, né Kormlöð sem er enn eldra og á sér enga
þekkta nafnbera á seinni öldum (bls. 373, 380). Þau eru hins vegar bæði á manna-
nafnaskrá. Líku máli gegnir um nöfnin Kjallakur og Kolskeggur sem nú hefur
verið bætt við í NI2, en þau virðast ekki hafa verið notuð sem eiginnöfn frá því að
fornu en eru nú á mannanafnaskrá (bls. 372, 378). Knaran og Knarran (bls. 375,
tvær flettur án millivísana) eru á lista yfir millinöfn en þess er ekki getið hvort þau
eiga sér nafnbera. Helmingur nafnanna í þessum stafkafla er ný nöfn og hafa
sennilega ekki verið á skrám þegar fyrri útgáfan kom út en helmingur er fágæt
nöfn sem hafa komið í leitirnar á milli útgáfna. Ný nöfn í stafkaflanum K eru sýnd
í töflu 2.
Kaj Karí Kiddý Kolgrímur Kristel
Kakali Karkur Kjallakur Kolka Kristlind
Kaktus Karó Kleópatra Kolskeggur Kristlín
Kaldi Karsten Knar(r)an (mn.) Korka Kristþóra
Kaleb Kendra Koldís Kristall Krummi
Kamí Keran Kolfinnur Kristbjarni
Tafla 2: Ný nöfn í stafkafla K í NÍ2.
Athyglisvert er að sjá hvaða nöfn hafa bæst við frá 1. útgáfu í þessum tveimur staf-
köflum og er sérlega gagnlegt að hægt skuli vera að lesa út úr samanburði útgáfn-
anna hvaða nöfn eru í reynd ný eða nýleg.
I formála segir höfundur að vafalaust hafi nöfn orðið út undan og þiggur með
þökkum allar upplýsingar um slíkt sem komi að gagni við næstu endurskoðun
(bls. 7). Sjálfsagt geta margir bent á eitt og annað til viðbótar, t.d. eldri dæmi um
nöfn úr eigin ætt eða í kirkjubókum, aðra beygingu nafna en þá sem sýnd er í NÍ2,
ritmyndir nafna eða jafnvel sárasjaldgæf nöfn sem farið hafa fram hjá höfundi. Ég
hyggst ekki dvelja lengi við slíkt en get þó ekki stillt mig um að tína til fáein atriði.
Hér að framan minntist ég á Bessabe sem mér þykir sjálfsagt að geta um sem
hliðarmynd eða rithátt af Bersabe — og síst fjarlægari upphafsgerð nafnsins en hina
síðarnefndu, ef rétt er að nafnið eigi sér rætur í biblíunafninu Batseba (bls. 115). í
þessu samhengi vil ég nefna að ég get ekki alltaf verið fyllilega sammála höfundi