Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Síða 205
Ritdómar
203
þegar tiltekið nafn eða nafnmynd er greind sem „ritháttur“ annars nafns. Það á t.d.
við um nöfnin Karli, Karólín, Katrína, Kálfar sem sögð eru rithættir nafnanna
Karl, Karólína, Katrín, Kálfur (366, 369). Þau eru hins vegar augljóslega hliðar-
myndir þeirra.
I annan stað tók ég eftir að i báðum útgáfum er nafnið Broteva skráð sem
hliðarmynd („ritmynd“, NI2 bls. 138) nafnsins Bretteva. Elsta dæmi um Bretteva
(Brettefa) er sagt koma fyrir í manntalinu 1703 og þar kemur einnig fyrir hliðar-
myndin Broteva (ef ég skil höfund rétt). Brotteva Tómasdóttir, fædd um 1610, er
hins vegar nefnd í íslenzkum aviskrám (Páll Eggert Ólason 1952:15, sbr. íslend-
ingabók, vefslóð), svo þar má færa elsta dæmi um a.m.k. þá mynd nafnsins nær öld
aftar.
Hér má geta þess að meðal þess sem fundið var að í ritdómnum 1992 var notk-
un höfunda á nafnatali séra Odds Oddssonar á Reynivöllum frá 1646. Einkum var
það gagnrýnt að litið væri svo á að nafn sem séra Oddur tók upp í nafnatalið hefði
verið í notkun á hans dögum, enda hefði hann oft tekið upp nöfn sem þann þekkti
úr fornum ritum en hefðu nær örugglega ekki verið í notkun um miðja 17. öld.
Þessi gagnrýni á sjálfsagt rétt á sér og nú virðist tilvísunum í nafnatalið með öllu
sleppt og það er ekki nefnt í formála né í heimildaskrá. En ég sakna þó þess að
minnst sé á það í flettum sem taka fyrir nöfn sem séra Oddur hefur augljóslega
ekki úr fornum ritum. T.d. er þess getið um nafnið Filippía í 1. útg. að það komi
fyrir i nafnatali séra Odds en í nýju útgáfunni er um aldur þess einungis sagt
hversu margar konur báru nafnið 1703. Þarna munar tæpum sex áratugum. Með
skýrum varnagla, sem hefði mátt slá í inngangi, hefði að mínu mati mátt geta
dæmisins hjá Oddi sem hugsanlegs eldra dæmis.
Þriðja dæmið sem ég tíni til er nafnið Bent, sem sagt er stytting á Benedikl (bls.
108). Mér er kunnugt um að það getur einnig verið dregið beint af kvenmanns-
nafninu Bentína1 enda þekki ég til nafnbera sem skírður var Bent eftir ömmu
sinni, Bentínu.
Að lokum skal þess getið að við flettingar í öðrum stafköflum en B og K rakst
ég t.d. á að ekki er minnst á nafnið Jóvina (Jovina) sem ég þekki mætavel og er
reyndar nafn íslenskrar konu sem á sér Jóvin fyrir bróður (nafnið Jóvin er í NI2).
Bæði eru fædd laust fyrir 1960. Uppruni beggja nafna er í Færeyjum. Það telst svo
sjálfsagt til hreins smælkis að geta þess að þágufallsmyndin Adami er mér mæta-
vel kunn úr nánasta umhverfi mínu, þó að ég eigi svolítið erfitt með að fella mig
við hana og noti sjálfur sömu beygingarmynd og gefin er upp í NÍ2, Adam. Ég efa
ekki að höfundi sé vel kunn þágufallsmyndin Adami í íslensku hómilíubókmm sem
er frá því um 1200, enda var höfundur einn þeirra sem stóðu að nýrri útgáfu þess
rits árið 1993 (sjá þar bls. 174, „svo var Adami boðið“). Að vísu mætti túlka þessa
beygingarmynd sem þágufaUsmynd annarrar gerðar nafnsins, þar sem nefnifalls-
myndin væri Adamur (sbr. bls. 124 í Hómilíubókinni 1993, „þau Eva og Adamur")
1 Það nafn er a.m.k. í dönsku talið leitt af karlmannsnafninu Bent sem aftur er stytt-
ing úr Benedikt, sbr. NÍ2, bls. 109.