Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 206

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 206
204 Ritdómar eða Ádamur — og það gerði Ludvig Larsson í hinu merka riti sínu um orðaforðann í elstu íslensku handritunum árið 1891. Fyrir tíma fyrstu útgáfu þessarar bókar þurfti sá sem þetta skrifar eitt sinn, við athugun á íslensku 18. aldar handriti, að leita upplýsinga um aldur, uppruna og notkun nafnanna eða nafnmyndanna Evert og Eylert (og e.t.v. „Eiyert"). Það reyndist bæði torvelt og tímafrekt. Mér lék nú forvitni á að vita hversu auðveld- ara þetta verk hefði verið ef ég hefði haft Nöfn Islendinga við höndina, og hvort munur hefði verið á að nota 1. og 2. útgáfu. I NIi er Evert sagt koma fyrir í nafna- tali Odds Oddssonar frá 1646 og fimm karlar hafi borið það 1703.1 NI2 er sagt að nafnið komi fyrir hérlendis „að minnsta kosti frá lokum 17. aldar“ (bls. 196) og sömu upplýsingar eru um fjölda nafnbera 1703. Upplýsingar um nafnatal Odds hafa nú verið fjarlægðar, sem fyrr segir. Sömu upplýsingar eru í NIl og NI2 um notkun nafnsins á Norðurlöndum og um uppruna þess. Það er upphaflega lágþýsk mynd nafnsins Eberhard og hefur verið notað í Svíþjóð og sem Everd í Danmörku allt frá 14. öld en lítið í Noregi. Hefur verið tekið upp í ensku sem Evert. I NI2 er bætt við upplýsingum um fjölda nafnbera og búsetu þeirra 1801 og um búsetu nafnbera 1910. I hvorugri útgáfunni er sérstaklega vísað til heimilda um uppruna eða notkun nafnsins. Nafnið Eylert er ekki fletta í NIi en í NÍ2 er það inni sem vísun til nafnsins Eilert og sagt ritháttur þess. Ritmyndin Eilert er fletta í NÍl og Eylert haft innan sviga á eftir aðalrithættinum. I NÍi kemur fram að tveir menn báru nafnið 1910, það hafi verið notað á Norðurlöndum frá 17. öld og þekkist einnig í Englandi. Það sé upphaflega þýsk hliðarmynd nafnsins Eilhard og birtar orðsifjafræðilegar upp- lýsingar um skyldleika þess við ísl. agi og Egill. Að lokum eru heimildarvísanir í fjögur erlend rit. í NÍ2 kemur að mestu hið sama fram og að auki að tveir hafi borið nafnið 1845. Svipaðar orðsifjafræðilegar upplýsingar fýlgja en tilvísanir í heimildir eru nú engar. Þessi litla athugun er mér staðfesting á því hversu nytsamlegt rit Nöfn íslend- inga er þeim sem þurfa að leita upplýsinga á borð við þær sem ég gat um að fram- an; hvað það getur sparað mikinn tíma og leitt athugandann á rétta leið. Hins vegar sést að dálítill munur er á fýrstu og annarri útgáfu og þótt hann sé ekki mik- ill tel ég sjálfsagt að hafa framvegis báðar útgáfur i hillunni og gá til öryggis hvort fyrsta útgáfan nefni hugsanlega dæmi úr nafnatali Odds á Reynivöllum (sem þá er nauðsynlegt að taka með fyrirvara) eða vísi til heimilda. Niðurstaða mín eftir lestur, flettingar, samanburð og dálitla notkun á 2. útgáfu Nafna Islendinga nú á haustmánuðum 2011 er tvímælalaust sú að um sé að ræða vandaða nýútgáfu á góðu og gagnlegu riti. Höfundur á þakkir skildar fyrir vel unnið verk.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.