Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 211
Ritfregnir
Tvö rit sem varða færeysku og skyld mál
Hjalmar P. Petersen. Gender Assignment in Modem Faroese. Schriftenreihe
Philologia. Sprachwissenschaftliche Forschungsergebnisse. 133. bindi. Verlag
Dr. Kovac, Hamborg, 2009. 346 bls.
Hjalmar Petersen hefur býsna lengi verið í forystusveit færeyskra málfræðinga og
nokkrum sinnum birt efni í Islensku máli. Hann lauk á sínum tíma BA-prófi frá
Háskóla Islands í almennum málvísindum en stundaði líka nám í færeysku í Fær-
eyjum, norrænu í Kaupmannahöfn og almennum málvísindum við Yaleháskóla í
Bandaríkjunum. I framhaldi af því var hann svo ráðinn til rannsóknarstarfa við
háskólann í Hamborg og lauk doktorsprófi þaðan 2008. Bókin sem hér er sagt frá
er endurskoðuð útgáfa af doktorsritgerð hans.
Meginmarkmið Hjalmars í bókinni (doktorsritgerðinni) er að gera grein fyrir
þeim reglum sem gilda um kyn nafnorða í færeysku. Hann leggur mikla áherslu á
að kyn nafnorða sé ekki tilviljanakennt heldur fylgi tilteknum reglum. Megin-
rökin fyrir þeirri niðurstöðu segir hann vera þau að sjaldgæft sé að málnotendur
ruglist í kyni nafnorða, en það ætti að vera algengt ef það væri óreglulegt. Málið
er þó nokkuð flókið vegna þess að um er að ræða samspil tvenns konar reglna.
Annars vegar má finna reglur (eða a.m.k. tilhneigingar) um það að merking orð-
anna ráði kyni þeirra (eða hafi áhrif á það) en hins vegar eru svo tengsl milli forms
orðanna (viðskeyta, endinga) og kyns.
í fyrsta kafla bókarinnar er gerð grein fyrir fræðilegum hugmyndum um mál-
fræðilegt kyn og rannsóknum á kyni nafnorða í málum skyldum færeysku. Annar
kaflinn lýsir síðan nokkrum ólíkum kynkerfum, ef svo má segja, en kyn er mis-
mörg í tungumálum eins og kunnugt er og samband málfræðilegs kyns og nátt-
úrulegs eða líffræðilegs mismunandi. Þá er kafli um birtingarmyndir kyns í fær-
eysku, svo sem samræmi í kyni nafnorða og lýsingarorða, og kafli um sjálfgefið
(e. default) kyn. I þeim kafla kemur m.a. fram að færeyska er lík íslensku að því
leyti að stundum er notað karlkyn fyrir sjálfgefið kyn (t.d. fær. Hv0nn (kk.et.) sást
tú? og ísl. Hvem (kk.et.) sástþú?) en ólík íslensku að því leyti að stundum er notað
hvorugkyn fleirtölu þar sem í íslensku er notað karlkyn fleirtölu (t.d. fær. Summi
(hk.ft.) siga og ísl. Sumir (kk.ft.) segja). I kaflanum er svo líka skoðað hvaða
upplýsingar tökuorð og nýyrði geta gefið um sjálfgefið kyn.
Fimmti kafli fjallar síðan um samband merkingar og kyns og frá sjónarmiði
íslenskt máltf (2011), 209—214. © 2011 íslenska málfrœðifélagid, Reykjavík.