Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 214
212
Ritfregnir
er kennd við Hammershaimb of íhaldssöm og vildi færa hana nær framburði, m.a.
með því að fella stafinn ð burt úr stafsetningunni (hljóðið [ð] er ekki til í færeysku)
og sömuleiðisji ogjí, enda tákna þessir stafir sömu hljóð og stafirnir i og í. Tillaga
Jakobsens hlaut þó ekki hljómgrunn. Hér má líka nefna að Michael Schulte á
þarna grein um málstefnu og málverndarhugmyndir Jakobsens.
Sérstakur hluti bókarinnar fjallar um örnefni og rannsóknir Jakobsens á þeim,
bæði í Færeyjum og á Hjaltlandi, en eins og kunnugt er eiga mörg örnefni á
Hjaltlandi norrænar rætur. I þessum hluta eru þrjár greinar. Næsti hluti fjallar svo
um þjóðfræði, en þau fræði voru eitt af mörgum rannsóknasviðum Jakobsens eins
og áður hefur komið fram. I þessum hluta eru fimm greinar, sumar um færeysk
fræði, aðrar um hjaltlensk eins og vænta má. í sérstökum hluta um samfélagsmál
(e. society) er grein um Jakobsen og norræna málið á Orkneyjum og Hjaltlandi,
nom (sjá t.d. Barnes 2004). Þessi grein (eftir Leyvoy Jensen) heitir „Dr. Jakobsen
and Norn: a creation myth for Faroese modernity" og fjallar, eins og nafnið bendir
til, ekki um málfræðileg einkenni þessa útdauða tungumáls heldur er Leyvoy fyrst
og fremst að bera saman samfélagslega þróun í Færeyjum og á Hjaltlandi frá 19.
öld og fram á þá 21. og velta því fyrir sér hvort nokkrar hliðstæður séu milli nor-
ræna málsins norn á Hjaltlandi (sem var viðfangsefni Jakobsens í doktorsritgerð
hans) og færeysku í Færeyjum í þessari þróun. Frá þjóðfélagslegu sjónarmiði telur
hún svo ekki vera; frekar megi líkja saman þeirri samfélagslegu þýðingu sem fær-
eyska hefur haft í Færeyjum og þeirri samfélagslegu þýðingu sem hjaltlenska
mállýskan af ensku (eða skosku) hefur á Hjaltlandi.
Síðasti hluti bókarinnar er svo ítarleg skrá yfir rit Jakobsens. Kristin Magnus-
sen og Turið Sigurðardóttir á Fróðskaparsetri Færeyja hafa tekið skrána saman.
Þetta er ekki einföld ritaskrá með titlum og ártölum heldur inniheldur hún ýmsar
fleiri upplýsingar og athugasemdir og gefur gott yfirlit yfir fræðimannsferil Jakob-
sens. I áðurnefndri grein eftir Leyvoy Jensen segir m.a. að Jakobsen hafi verið
fyrstur Færeyinga til að freista þess að lifa á rannsóknastörfum eingöngu, en það
hafi leitt til þess að hann var fátækur alla sína ævi og fjárhagslega háður fjölskyldu
sinni. Ef litið er á hina fjölbreyttu og viðamiklu ritaskrá hans verður hins vegar
ljóst að hann hefði fengið marga punkta í því vinnumatskerfi sem nú tíðkast víða
í háskólum og hefur áhrif á kjör háskólakennara. En „fáir njóta eldanna sem fyrstir
kveikja þá“ stendur einhvers staðar.