Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Side 219
Frá Islenska málfr&ðifélaginu
217
Rask-ráðstefna
25. Rask-ráðstefnan var haldin þann 29. janúar 2011 í fyrirlestrasal Þjóð-
minjasafns Islands í samvinnu félagsins og Málvísindastofnunar. Fyrir-
lestrar að þessu sinni voru átta talsins og stóð dagskráin frá klukkan 10.15
til 16.00 í þremur lotum. Fundarstjórar voru Gunnlaugur Ingólfsson,
Guðrún Þórhallsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson. Fyrirlesarar voru Anton
Karl Ingason, Guðrún Theodórsdóttir, Haukur Þorgeirsson, Jóhannes
Gísli Jónsson, Katrín Axelsdóttir, Martha Dís Brandt, Þorsteinn G. Ind-
riðason og Þórhallur Eyþórsson og Ásta Svavarsdóttir sem voru með sam-
eiginlegan fyrirlestur. Ráðstefnan var prýðilega sótt.
Kynningarmál
Heimasíðan er að mestu óbreytt. Fundargerðir ársins eru flestar komnar
þar inn og fréttakerfið er notað til þess að tilkynna atburði á vegum félags-
ins — málvísindakaffi, fyrirlestra og ráðstefnur. Þar eru einnig auglýstir
ýmsir atburðir á vegum annarra sem líklegt er að veki áhuga félagsmanna
og stjórnin fær ábendingar um. Það er því bætt regluleg við síðuna og um-
sjón hennar hefur að mestu leyti verið í höndum Astu. Heimasíðukerfið
sem notast er við var smíðað af Bjarka M. Karlssyni og er rekið af honum.
Notkun þess gengur almennt prýðilega þótt af og til komi upp hnökrar
sem leita þarf til Bjarka með að leysa. Hann hefur boðið félaginu áfram-
haldandi ókeypis afnot af kerfinu.
Tilkynningar um atburði eru einnig sendar í tölvupósti til þeirra sem
eru á póstlista félagsins. Honum er haldið við eftir því sem beiðnir berast,
ýmist um að vera tekinn út eða bætt við á listann. Stærri atburðir, einkum
fýrirlestrar og ráðstefnur, hafa verið kynntir víðar, s.s. í viðburðadagatali
Háskólans, á póstlistum skyldra félaga, á vefsíðu Arnastofnunar o.v., og
einnig hafa verið sendar fréttatilkynningar til helstu fjölmiðla.
Tímaritið íslenskt mal og almenn málfrœði
31. árgangur íslensks máls kom út snemma á árinu. I tilefni af því að komnir
voru út 30 árgangar var ákveðið að gera lítils háttar breytingar á tímaritinu
sem voru samþykktar í tíð fýrri stjórnar. Keypt var letrið Andron Mega
Corpus eftir letursmiðinn Andreas Stötzner í Leipzig (sjá http://www.
signographie.de/). Það var unnið í samstarfi við Medieval Unicode Font
Initiative (MUFI; sjá http://www.mufi.info/) og inniheldur fjölda sér-